Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 25

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 25
S/»’i/xit ipasm íða iðnaðariaa SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI einsdæmi hér á landi og má benda á að í Noregi er að finna mikið af „straujárnum", skipum sem eru mjög breið og bera mikið en eru stutt vegna þess að reglurnar eru mjög þröngar hvað lengdina varðar. En ég tel að ís- lensk skipahönnun standi mjög fram- arlega og ástæða þess er líka sú að út- Útgerðir kosta meiru til en áður að bæta aðbúnað áhafna. gerðaraðilar, skipstjórnarmenn og aðr- ir koma með okkur að verki. Það er langt í frá að skipin séu bara hönnuð af einhverjum skrifborðsköllum," segir Ágúst. Gæði, gæði og aftur gæði í framleiðslu er oftast talað um bein tengsl gæða og hækkunar afurðaverðs. Á vissan hátt má segja að gæðamálin komi alls staðar við sögu í hönnun skipa og drífi breytingar áfram. Ágúst Guðbergsson segir að til að mynda á nýjum bátum sé lagt upp úr karavæðingu í lestum tii að bæta afla- meðferðina og ótvírætt sé horft til þess að bættur aðbúnaður áhafnar sé hluti af bættum gæðum um borð. Vignir Þór Demusson, véltæknifræð- ingur hjá Skipa- og vélatækni, bendir á að andveltitankar séu dæmi um búnað sem geri vinnuaðstöðu áhafnar á allan hátt betri og hann segir ekki verða lit- ið framhjá beinum tengslum bættrar vinnuaðstöðu og betri meðhöndlunar afla. „Mér finnst útgerðir viljugri en áður að leggja fjármuni í að bæta vinnuað- stöðu og annað sem varðar aðbúnað áhafnar, innan vissra marka þó," segir Vignir. Skipa- og vélatækni hannaði rað- smíðabátana fjóra sem nú eru í smíð- um hjá Ósey í Hafnarfirði og hefur auk þess hannað fjölda breytinga á skipum og bátum. Vignir segir að þró- unin verði sú að trébátar hverfi og í stað þeirra komi stálbátar með fjöl- breytta möguleika hvað varðar veiði- aðferðir. „En ég held að það sé ekki hægt að fullyrða að nýsmíðar séu almennt hag- stæðari en breytingar á skipum. Þetta er mismunandi frá einum tíma til annars og getur verið mismunandi frá einu tilviki til annars," segir Vignir. Breytingar til að auka burðargetu Karl G. Þórleifsson rekur teiknistofu á Akureyri sem hefur að meginverkefn- um að hanna breytingar á skipum. Margar nýlegar breytingar á nótaskip- um í flotanum eru frá stofunni komn- ar og hann segir að verkefnin hafi ver- ið kappnóg undanfarin ár og svo sé enn. En er það svo að í uppsveiflunni í veiðum þá aukist áhugi útgerðanna til fjárfestinga í breytingum á skipum? „Reyndar er það svo skrýtið að oft þegar eitthvað hefur klikkað í veiðun- um þá hafa aukist verkefni hjá okkur. Til að mynda var það svo þegar loðn- an hvarf. Þá kom hrina af verkefnum þar sem loðnuskipunum var breytt til að þau gætu stundað trollveiðar," segir Karl. Hann vekur athygli á að breytingar á skipum hafi gengið út á að auka burðargetu og í mörgum tilfellum hafa skip farið í breytingar vegna kröfu um að skipt yrði um brú. Stærri skipin hafa líka verið útbúin með sjókælikerf- um en Karl segir að stærð skipanna ráði miklu um hvort hægt sé að koma slíkum búnaði fyrir. Mun tími ísfisktogaranna koma innan skamms? Fyrir fáeinum árum gekk yfir bylgja breytinga á togurum sem skiptu úr ís- fiskvinnslu yfir í frystingu. í kjölfar þeirrar hrinu hófst endurnýjunin á nótaskipaflotanum, sem stendur enn, og allir virðast sammála um að endur- nýjunarhrina sé að hefjast í bátaflot- anum. I ljósi þessa vaknar sú spurning hvort ekki fari að koma að endurnýj- un á mörgum eldri ískfistogurunum, sem sannarlega eru margir hverjir orðnir lúnir. Karl segir að útgerðarmenn telji nær útilokað að grundvöllur verði fyrir endurnýjun ísfisktogaranna. „Eitthvað verður væntanlega gert við þessi skip en ég spái lítið fram í tímann varðandi verkefni. Ef vertíðir ganga vel þá koma koma verkefni í framhaldinu Dæmi um það eru kol- munnaveiðarnar og vélaskipti sem Kolmunna- veiðarnar kalla á nýjar og stærri vélar. sumar útgerðir nótaskipanna ætla að fara í í kjölfarið," segir Karl. Þörf er fyrir endurbætur á mörgum rækjuskipanna en Karl bendir á að lík- ast til muni útgerðir þeirra bíða af sér niðursveifluna í veiðunum áður en þær hugsa sér til hreyfings. Þetta er eitt dæmi um framtíðarverkefnin, sem jafnt skipahönnuðir sem og þeir sem að smíðum koma, telja verða fyrir hendi. ÆGIR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.