Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 5

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 5
Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags Islands: SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Varðskip smíðað innanlands að fer vel á því að þegar þetta tölublað Ægis, sem helgað er skipasmíðaiðn- aði í landinu, er í loka- vinnslu skuli ríkisstjórn- in tilkynna að smíði nýs varðskips fari fram hér á landi. EES samn- ingurinn, sem tryggir okkur víð- tækt og mikilvægt frelsi til við- skipta, skuldbindur okkur til þess að bjóða stór skipasmíðaverkefni út á öllu efnahagssvæðinu. Talið er að hægt sé að víkja sér undan slíkum skilyrðum, ef um herskip er að ræða eða skip sem eiga að annast mikilvæg verkefni á sviði öryggismála en undir slíka skil- greiningu falla varðskip. Ríkis- stjórnin hefur sem sagt ákveðið að nota síka smugu og er það vel. íslenskur skipasmíðaiðnaður hefur átt á brattann að sækja und- anfarin ár. Nýsmíði skipa innan- lands hefur verið afar lítil og verk- þekking á því sviði er að glatast. Þó er fátt mikilvægara fiskveiði- þjóð en að geta stuðst við öflugan skipasmíðaiðnað bæði til endur- nýjunar flotans og viðhalds. I sjávarútvegi hafa menn því haft af þessari þróun miklar áhyggjur. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er því fagnað í íslenskum sjávarútvegi. Það er von okkar að þessi ákvörð- un gagnist skipasmíðaiðnaði hér á landi til nýrrar sóknar á vit fleiri tækifæra. Sú niðursveifla, sem skipa- smíðaiðnaður hefur verið í undan- farin ár, á sér sjálfsagt margar skýr- ingar. í raun hlýtur það að gegna nokkurri furðu hvernig staða hans er. Hitt gegnir einnig furðu hve þjóð, sem á alla sína velferð undir öflugum sjávarútvegi, hefur í litl- um mæli sinnt rannsóknum og þróun varðandi fiskiskip. Fiskifé- lagið rak um áratugaskeið tækni- deild, sem m.a. lagði umtalsvert af mörkum til grunnrannsókna á þessu sviði. Sú starfsemi hefur ver- ið lögð af vegna fjárhagsörðug- leika og er ekki kunnugt um að ámóta verkefnum sé nú nokkurs staðar skipulega sinnt. Staða ís- lensks skipasmíðaiðnaðar og þau tækifæri sem smíði varðskips inn- anlands gætu gefið er ágætt tæki- færi til þess að hugleiða hvort ekki sé rétt að endurskoða afstöðuna til fjárframlaga til rannsókna og þró- unar á fiskiskipi sem slíku. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum um alla framtíð vera öðr- um þjóðum háð um upplýsingar um nýja þekkingu á þessu sviði. Er það í raun ásættanlegt? ffl 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.