Ægir - 01.10.1998, Page 5
Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags Islands:
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Varðskip smíðað
innanlands
að fer vel á því að þegar
þetta tölublað Ægis, sem
helgað er skipasmíðaiðn-
aði í landinu, er í loka-
vinnslu skuli ríkisstjórn-
in tilkynna að smíði nýs varðskips
fari fram hér á landi. EES samn-
ingurinn, sem tryggir okkur víð-
tækt og mikilvægt frelsi til við-
skipta, skuldbindur okkur til þess
að bjóða stór skipasmíðaverkefni
út á öllu efnahagssvæðinu. Talið
er að hægt sé að víkja sér undan
slíkum skilyrðum, ef um herskip
er að ræða eða skip sem eiga að
annast mikilvæg verkefni á sviði
öryggismála en undir slíka skil-
greiningu falla varðskip. Ríkis-
stjórnin hefur sem sagt ákveðið að
nota síka smugu og er það vel.
íslenskur skipasmíðaiðnaður
hefur átt á brattann að sækja und-
anfarin ár. Nýsmíði skipa innan-
lands hefur verið afar lítil og verk-
þekking á því sviði er að glatast.
Þó er fátt mikilvægara fiskveiði-
þjóð en að geta stuðst við öflugan
skipasmíðaiðnað bæði til endur-
nýjunar flotans og viðhalds. I
sjávarútvegi hafa menn því haft af
þessari þróun miklar áhyggjur.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er því
fagnað í íslenskum sjávarútvegi.
Það er von okkar að þessi ákvörð-
un gagnist skipasmíðaiðnaði hér á
landi til nýrrar sóknar á vit fleiri
tækifæra.
Sú niðursveifla, sem skipa-
smíðaiðnaður hefur verið í undan-
farin ár, á sér sjálfsagt margar skýr-
ingar. í raun hlýtur það að gegna
nokkurri furðu hvernig staða hans
er. Hitt gegnir einnig furðu hve
þjóð, sem á alla sína velferð undir
öflugum sjávarútvegi, hefur í litl-
um mæli sinnt rannsóknum og
þróun varðandi fiskiskip. Fiskifé-
lagið rak um áratugaskeið tækni-
deild, sem m.a. lagði umtalsvert af
mörkum til grunnrannsókna á
þessu sviði. Sú starfsemi hefur ver-
ið lögð af vegna fjárhagsörðug-
leika og er ekki kunnugt um að
ámóta verkefnum sé nú nokkurs
staðar skipulega sinnt. Staða ís-
lensks skipasmíðaiðnaðar og þau
tækifæri sem smíði varðskips inn-
anlands gætu gefið er ágætt tæki-
færi til þess að hugleiða hvort ekki
sé rétt að endurskoða afstöðuna til
fjárframlaga til rannsókna og þró-
unar á fiskiskipi sem slíku. Við
verðum að spyrja okkur hvort við
viljum um alla framtíð vera öðr-
um þjóðum háð um upplýsingar
um nýja þekkingu á þessu sviði. Er
það í raun ásættanlegt?
ffl 5