Ægir - 01.10.1998, Side 11
v5kipasmíðaiðnaðuriiin
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Forysta okkar í tækniþróun má
ekki glatast til erlendra aðila
- segir Örn Friðriksson, formaður Felags málmiðnaðarmcinna
s
T7k vœnti þess að málmiðnaðar-
J-j mönnum fari fjölgandi á nœstu
árum lijá skipasmíðastöðvunum.
Fyrirtœkin hafa verið að styrkjast og
sœkja sér verkefni út fyrir skipaiðn-
aðinn til að jafúa sveiflur og því
fagna ég. Skipasmíðastöðvar verða að
vera til staðar til að þjónusta skipa-
flotann okkar og hjá þeim er að finna
mjög hœfa málmiðnaðarmenn sem
geta tekist á við stór verkefni. Eina
atriðið sem ég hef áhyggjur afvarð-
andi skipasmíðastöðvarnar er að fyr-
irtækin fari í ofmikla fjárfestingu á
upptökubúnaði en ég vona samt að
með verkefni eins og nýju varðskipi
þá þróist samstarf milli fyrirtœkj-
anna sem getur stuðlað að því að
nýta betur fjárfestingu," segir Örn
Friðriksson, formaður Félags járniðn-
aðarmanna, um þróun í stöðu skipa-
smíðaiðnaðar á íslandi í dag.
Örn segir mikið fagnaðarefni að
nýtt varðskip verði smíðað hér innan-
lands og að verkefnið verði ekki boðið
út erlendis. í mörgum tilfellum sé því
líkast að íslenskir embættismenn séu
kaþólskari en páfinn hvað varðar út-
boð á verkefnum - í mörgum tillfellum
væri vert að láta á reyna hvort ekki sé
hægt að stýra verkefnum hingað heim
í stað þess að missa þau úr landi.
Stjórnvöld studdu í ráðherratíð
Sighvats Björgvinssonar sem iðnaðar-
ráðherra við bakið á innlendum skipa-
smíðaiðnaði með jöfnun gegn erlend-
um niðurgreiðslum og það segir Örn
að hafi skilað sér í bættri samkeppnis-
stöðu íslensku fyrirtækjanna.
„Þá fór boltinn að rúlla og fleiri
verkefni urðu eftir hér heima. Eftir að
„Menntapólitíkin skiptir niiklu um þróun-
ina. Ef áherslan verður ekki á tœknigrein-
ar, eins og t.d. málmiðnaðinn, þá eign-
umst við ekki góða iðnaðarmenn í fram-
tíðinni," segir Örn Friðriksson.
þessi stuðningur féll niður komu stór-
iðjuframkvæmdir til sögunnar og þau
hafa séð mörgum fyrirtækjanna fyrir
verkefnum en ég er ekki í vafa um að
varðskipssmíðin mun hafa jákvæð
áhrif á greinina á næstu árum," segir
Örn. Hann bendir á að þrátt fyrir að
margir góðir járniðnaðarmenn hafi
farið frá skipasmíðastöðvunum þegar
harðast var á dalnum þá hafi hluti
þeirra snúið aftur eftir að fyrirtækin
réttu úr kútnum. Þannig sé ekki hægt
að segja að mestu hrakspár um að
greinin tapaði þekkingu í niðursveifl-
unni, hafi gengið eftir.
Menntunin
þarf að vera númer eitt
Áhersla íslendinga í skipasmíðum tel-
ur Örn að eigi að liggja í hönnun, nið-
ursetningu á búnaði og lokafrágangi,
fremur en skrokkasmíði. Hann bendir
á að mikilsverðast fyrir framtíðina sé
að bæta menntun málmiðnaðar-
manna, enda hljóti allir að sjá að góða
iðnaðarmenn geti þjóðin ekki átt
nema hlú fyrst að menntun þeirra.
„Menntapólitíkin skiptir miklu um
þróunina. Ef áherslan verður ekki á
tæknigreinar, eins og t.d. málmiðnað-
inn, þá eignumst við ekki góða iðnað-
armenn í framtíðinni. Þar af leiðandi
verður að horfa á menntunarmálin og
atvinnumálin í samhengi. Á að byggja
upp þessa grein sem þróar jafnframt
nýja tækni fyrir veiðar og vinnslu eða
ætla menn að láta erlenda aðila kom-
ast inn á tækniþróunina og taka af
okkur frumkvæðið? Ég tel okkur hafa
alla möguleika til að ráða miklu í ferð-
inni og þá möguleika á skilyrðislaust
að nýta." Að mati Arnar þarf stefnan
að verða sú að stjórnun á síðari hluta
náms í málmiðnaðargreinum verði á
ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. Þann-
ig verði bein tenging milli faglegu
kennslunnar og atvinnulífsins.
„Þetta þarf að gerast með samningi
við menntamálayfirvöld en aðilar í at-
vinnulífinu eru tilbúnir til að standa
svona að málum. Þarna gætu stjórn-
völd komið á jákvæðan hátt að mál-
um og þau gætu líka stutt við bakið á
greininni með ýmsum tækniþróunar-
verkefnum. Leiðirnar eru því margar
til uppbyggingar," segir Örn Friðriks-
son.
AGIR 11