Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1998, Page 15

Ægir - 01.10.1998, Page 15
'ipas inii SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Véla- og smíðaþekking hefur glatast í skipasmíðaiðnaðinum ekstur dráttarbrautar og véla- verkstœðis í Neskaupstað á sér all langa sögu. Á fundi bœjarstjórnar Neskaupstaðar 13. febrúar 1942 koni fram tillaga um að hafnamefnd yrði falið að athuga möguleikana á stofn- un félags „til að byggja dráttarbraut ogfullkomið vélaverkstœði". Síðar þetta sama ár var Dráttarbrautin hf. stofnuð. Hafnarsjóður Neskaupstað- ar var einti stœrsti hluthafinn svo og Samvinnufélag útgerðarmanna. Árið 1943 var hafist handa um byggingu vélaverkstœðis DBN neðst á Neseyri og var húsið liið myndarlegasta á þess thna mœlikvarða, 30x10 metrar að stœrð. Fljótlega eftir að rekstur vélaverk- stæðisins hófst fór stjórn DBN að huga að smíði á bátum og þegar árið 1944 voru keyptar trésmíðavélar til báta- smíði og smíði hófst. Á árunum 1945- 1960 voru smíðaðir níu 24 til 90 lesta bátar og nokkrir stærri trébátar á árun- um 1971 til 1975. Árið 1970 hófst nýr þáttur í skipa- smíðasögu fyrirtækisins en þá var haf- in smíði stálbáts. Ekki varð stálskipa- smíðin langlíf því aðeins var lokið að fullu við smíði þessa eina 65 tonna báts, smíði hins sem byrjað var á var aldrei lokið og skrokkurinn seldur tveimur árum seinna. Tvö hundruð tonna dráttarbraut var tekin í notkun í Neskaupstað árið 1946 og var hún í notkun allt til ársins 1967 er ný dráttarbraut var tekin í notkun. Síldarvinnslan hf. eignaðist Dráttarbrautina hf. í kringum 1990 en var með fyrirtækið á leigu frá 1970. Verkefnin of umfangsmikil miðað við mannskap Rekstur vélaverkstæðis Síldarvinnsl- unnar hf. hefur verið aðlagaður breytt- um verkefnum og nýjum áherslum í stálsmíði. Þar eru ekki lengur smíðuð skip en verkefnin eru næg og í raun og veru of mikil á stundum. Fyrirtækið er leiðandi afl í bænum á sviði nýsköp- unar í smíði úr áli og ryðfríu stáli og þar er viðhaldsverkefnum á flota Síld- arvinnslunnar, frystihúsi, bræðslu og fiskiðjuveri jafnframt sinnt. Til að forvitnast um starfsemi véla- verkstæðisins í dag var rætt við Jón Valgeir Jónsson verkstjóra vélaverk- jðn Valgeir fónson, verkstjóri á vélaverk- stœði SVN. stæðisins, en forstöðumaður þessarar deildar fyrirtækisins, Karl Jóhann Birg- isson, var staddur erlendis. Jón Valgeir sagði að staðan í dag væri þannig að verkefnin væru alltof umfangsmikil miðað við mannskap og hefur svo verið undanfarin 3 ár. Sú stórfellda uppbygging sem er og hefur verið hjá Síldarvinnslunni hefur leitt til þessa. Texti: Elma Guðmundsdóttir Viðgerðir og viðhald skipa voru aðalverk- efhin þar til fyrir fjórum árum. „Það er ekki svo langt síðan að okk- ar aðalhlutverk fólst í viðgerðum og viðhaldi skipanna en nú hefur ný- smíði í bræðslunni og hinu nýja fisk- iðjuveri Síldarvinnslunnar tekið við. Þessa dagana erum við að byggja utan um vélbúnað þann sem fylgir nýju mjöltönkunum og í framhaldi af því förum við í að setja upp í samvinnu við aðra, útskipunarbúnað fyrir mjöl". - En hvernig stendur á þessum um- skiptum í rekstrinum, frá viðgerðum til nýsmíði? „Þetta byrjaði allt með samstarfi við Stál á Seyðisfirði. Við unnum saman að uppsetningu vinnslubúnaðar í frystiskip sunnan af fjörðum og þegar því var lokið tók næsta verkefni við. Það var fiskvinnslulína í eitt af skipum Síldarvinnslunnar, Barða, og eftir það hefur eitt leitt af öðru og verkefnin verið síðustu tvö til þrjú ár nánast bundin fiskiðjuverinu og bræðslunni. Að meðaltali starfa hér á verkstæð- inu 20-25 manns og sá fjöldi hefur engan veginn dugað til að anna öllum þeim verkefnum sem við höfum feng- ið. Auglýsingar eftir menntuðum járn- iðnaðarmönnum hafa borið takmark- aðan árangur en annað slagið höfum við þó verið heppnir og fengið góða ÁGIR 15

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.