Ægir - 01.12.1998, Síða 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI
Dómur Hœstaréttar í byrjun des-
ember, kvótadómurinn sem svo
er kallaður í daglegu tali, hefur valdið
meira umróti í umrasðu um sjávarút-
vegsmál en itokkuð annað atriði síð-
an kvótakerfmu var komið á. Fjölda-
margar hliðar eru á málinu og í raun
fleiri spurningar sem vakna en svör
sem fást.
„Við verðum að reyna að meta núna
hvaða áhrif þessi dómur hefur og
kannski ekki síður hvort þetta skapar
einhverja nýja möguleika," segir Guð-
brandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðar-
félags Akureyringa, vegna málsins. í
hans huga tengist þetta mál óhjá-
kvæmlega úthlutun veiðiheimilda og
hann segir marga í greininni horfa
mjög til auðlindanefndarinnar og nið-
urstöðu hennar.
„Það gerjast í mörgum að nú sé
kominn tími til að setjast niður og ná
sáttum í þessum deiluefnum. Menn sjá
vonir í því að niðurstaða auðlinda-
Titringur í kjölfar
kvótadómsins
nefndarinnar skapi möguleika til að
setjast niður og reyna að skapa um-
hverfi sem allir væru sátti við. Það þýð-
ir ekkert að hafa það á bakinu árið út
og árið inn að þeir sem vinni í sjávar-
útvegi séu úthrópaðir sem vondir
menn. Það er tap fyrir alla að hafa sí-
fellda togstreitu og óróa," segir Guð-
brandur.
Upphafið að breytingum
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands íslands, telur að
kvótadómurinn marki upphaf á ferli
sem enda muni með breytingum á
fiskveiðistjórnarkerfinu.
„Mér og mínum ráðgjöfum sýnist að
dómurinn taki bæði til veiðileyfis og
kvóta. Ég sé ekki að það sé hægt að
draga línu í milli veiðileyfis og úthlut-
unar á kvóta. Miðað við tillögur ríkis-
stjórnarinnar þá halda vandræðin bara
áfram," segir Sævar en hann segist ekki
sjá þá lausn framundan að öllum
landsmönnum verði úthlutað fisk-
veiðikvóta.
„Ég hef sett fram þær hugmyndir að
kvótanum verði endurúthlutað til
þeirra sem hafa verið að veiða síðast-
liðin þrjú til fjögur fiskveiðiár. Þar með
væri hætti að taka viðmiðun við ein-
hverja sem voru með skip fyrir 15
árum síðan. Aukning gæti komið með
sama hætti eða farið á frjálsan kvóta-
markað. Mín skoðun er sú að nú verði
óhjákvæmilegt að gera gagngerar
breytingar - en það getur tekið tvö ár
ef ég þekki dómskerfið okkar rétt," seg-
ir Sævar.
Sóknardagakerfið ekki varið
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands smábátaeigenda, segir óhjá-
kvæmilegt að allir trillukarlar verði
kvótasettir að afloknu yfirstandandi
fiskveiðiári. Miðað við 9 tonna
þorskúthlutun á bát í aflamarkinu, eins
og nú er, sjái hver maður að gríðarleg
fækkun smábáta muni eiga sér stað.
„Sóknardagakerfið verður ekki varið
samkvæmt hæstaréttardómnum. Það
mun koma hastarlega við margar
byggðir og atvinnutækifæri í landinu,
það er augljóst," segir Örn.
------------------NGm 9
I'orgeir Baldursson