Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1998, Page 10

Ægir - 01.12.1998, Page 10
Hvaða fiskistofnar í norðurhöfum eru nýttir með sjálfbœrum hætti?: Fyrstu niðurstöður Alþjóða hafrannsóknarráðsins væntanlegar á næsta ári - Norðurlöndin þiýsta á um alþjóðlega skilgreiningu Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráöherra, segir að á alþjóða vettvangi verði íslendingar að vinn að því að eyða fordómum ígarð viðmiðana um sjálfbœra nýtingu. / umrœðunni unt nýtingu auðlinda hafsins kemur aftur og aftur upp hugtakið sjálfbœrar veiðar. Ljóst er að á alþjóðavettvangi tnunu kröfur um upplýsingar unt veiðistjórnun og nýtingu auðlinda fara vaxandi og þess vegna hefur verið þrýst á Alþjóða . Iiafrannsóknarráðið að kotna fram með skilgreiningu á þessu hugtaki sem luegt verði að nota sem viðmið- un á alþjóðlegum vettvangi. Fyrstu niðurstöður um málið eru vcentanleg- ar frá ráðinu á nœsta ári og mun það smíast um nýtingu fiskistofna í norð- urhöfum. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, vék að þessu málefni á Fiski- þingi og sagði það afskaplega mikil- vægt til að svarað verði kröfum mark- aðarins, sem sífellt aukist. „Við þurfum að geta lagt á borðið upplýsingar sem duga til að uppfylla kröfurnar. Ég tel mjög þýðingarmikið að við byggjum viðmiðanir varðandi kröfugerð um sjálfbæra nýtingu auð- linda á líffræðilegum forsendum og förum ekki að blanda öðrum þáttum þar inn í. Þetta mál verður að ræðast á alþjóðlegum vettvangi vegna þess að viðmiðanirnar þurfa að vera hliðstæð- ar fyrir allar þjóðir. Annars verða til úr þessu viðskiptalegar hindranir eða al- gjörlega marklaus plögg. Fyrir þá sök hefur þetta mál verið rætt innan Norðurlanda og á vettvangi ráðherra- nefndar Norðurlanda sem fjallar um sjávarútvegsmál. Þar var tekin ákvörð- un um að fara þess á leit við Alþjóða hafrannsóknarráðið að það gefi álit á því hvaða stofnar í norðurhöfum eru nýttir á grundvelli meginreglunnar um sjálfbæra nýtingu. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að fá alþjóðlega viður- kenningu á afmörkuðu hafsvæði með óháðu vísindalegu mati og líffræðileg- um mælikvörðum," sagði Þorsteinn og bætti við að von sé á svari frá Alþjóða hafrannsóknarráðinu vegna þessa er- indis á næsta ári. Ráðherra sagði að máli um sama efni hafi verið hreyft hjá Alþjóða mat- vælastofnuninni, FAO, en þær tilraun- ir segir hann að ekki hafi skilað ár- angri. Þar á bæ hafi komið fram mikil andstaða frá ríkjum Suður-Ameríku sem óttist að málið sé sett fram til að b'yggja upp viðskiptahindranir. „Við þurfum á alþjóða vettvangi að vinna að því að eyða slíkum fordóm- urn og verðum að tryggja að málin séu sett fram með þeim hætti að aðrir þurfi ekki að óttast viðskiptahindranir. Einmitt þess vegna höfum við lagst gegn því að fjölþjóðlegt fyrirtæki geti haslað sér völl og tekið sér það vald að setja viðmiðunarreglurnar sem fara á eftir. Þær reglur teljum við að setja þurfi af óháðum aðilum sem ekki eru beinir þátttakendur á markaðnum," sagði Þorsteinn Pálsson. 10 NGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.