Ægir - 01.12.1998, Síða 17
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
SD EHfil »1
Flakaverð í hámarki
Sú staða sem nú
er í verðlagn-
ittgn á ftskflökutn
hefttr ekki verið
uppi síðan 1990,"
segir Jótt Jóhannes-
son, deildarstjóri
flakavittttslu SH, vegtta hittita tttiklu
verðhœkkatta sent orðið hafa á fisk-
flökuiti á árinu 1998.
Mikil hækkun á fiskflökum skilar
hinum hefðbundnu landvinnslufyrir-
tækjum miklum ávinningi. í milliupp-
gjörum hefur enda komið fram að
þessi fyrirtæki hafa verið að ná mikl-
um rekarstrarbata á árinu.
Jón segir að á tímabilinu febrúar til
október hafi stöðugar verðhækkanir
orðið á mörkuðum, meiri þó í Evrópu
en Bandaríkjunum. Þetta veldur því að
verð á flökum er hærra í Evrópu en
verið hefur um sjö ára skeið. Hækkanir
eru mismunandi eftir tegundum en
eru á bilinu 20-45%.
„Núna er ekkert við sjóndeildar-
hringinn sem gæti orsakað verðlækk-
anir hér á Vesturlöndum. Skýringuna
á þróuninni er að finna í minna fram-
boði frá Rússum og Norðmönnum og
ég býst ekki við að framboð svari eftir-
spurn á næsta ári," segir Jón Jóhannes-
son
Sameining sölufyrirtækja?
TÞi
it
tdja verðtir til markverðustu tíð-
ittda ársitts sú unirœða settt upp
koin uitdir árslok tiitt hugsattlega
sameiningu íslenskra sjávarafurða
hf. og Sölumiðastöðvar hraðfrystihús-
attna.
Vangaveltur um hagræðið af nánara
samstarfi íslensku fisksölufyrirtækj-
Forstjóri SR-mjöls hf.:
Þokkalegt veiðiár
anna, jafnvel sameiningu þeirra, hafa
oft komið upp á yfirborðið en hvatinn
að þreifingum í þessa veru núna er
ljóslega erfiðleikar í rekstri íslenskra
sjávarafurða hf. Fyrirtækið byggði upp
stóra fiskréttaverksmiðju á árinu í
Bandaríkjunum og hefur ráðist í mikl-
ar fjárfestingar á öðrum markaðssvæð-
um. Þótt ekki verði af sameiningu eða
samvinnu að þessu sinni er ekki
útilokað að viðræður verði teknar upp
síðar.
oðttatt hefði mátt vera tneiri á
stðari hlutanum en í heild kettiur
árið þokkalega út," segir Jótt Reynir
Magiiússon, forstjóri SR-mjöls hf.
Fyrir brœðslurttar skiptir loðnuveiðin
mestu máli og sannarlega barst ntik-
ið hráefni að landi í fyrravetur en í
sumar og haust hefur loðnan lítið
látið á sér krœla.
„Staðreyndin er hins vegar að af-
urðaverð hefur verið mjög hátt á ár-
inu, bæði á mjöli og lýsi. Við sjáum þó
tákn um að verð fari lækkandi á næstu
mánuðum," segir Jón Reynir.
Lítil loðnuveiði í haust mun koma
fram í afkomutölum verksmiðjanna,
að mati Jóns Reynis. „Samt sem áður
er verðið hærra en undanfarin ár og í
Verksmiðja SR-mjöls í Helguvík.
heildina er afkoman góð," segir Jón
Reynir.
SR-mjöl er nú í árslok að taka í
notkun mikið endurbætta verksmiðju
á Siglufirði. Þar var varið um 600 millj-
ónum króna til breytinga. Sömuleiðis
var fjárfest í mjölgeymslu í Helguvík
og á Seyðisfirði tók SR-mjöl í notkun
geymslusíló og ísverksmiðju.
Fyrsta túnfiskveiðiskip
íslendinga
Útgerð Byrs VE í Vestmannaeyj-
um réðst á árinu í fjölþættar breyt-
ingar á skipinu í þeim tilgangi að
sérútbúa það til túnfiskveiða. Verk-
inu í Póllandi seinkaði nokkuð en í
byrjun nóvembermánaðar hélt Byr
á veiðar, fyrsta sérútbúna túnfisk-
veiðiskip landsmanna. Greinilegur
áhugi er hjá útgerðarmönnum á
veiðunum en enn sem komið er
halda aðrir að sér höndum, enda um
kostnaðarsamar breytingar á skip-
um að ræða ef gera á þau sem best
úr garði til túnfiskveiða.
ÆGiffi 17