Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1998, Síða 27

Ægir - 01.12.1998, Síða 27
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Nefndastörf á Fiskiþingi: Fiskifélagi íslands ætlað stórt hlutverk TF*rtr vinnuhópar störfuðu á Fiski- JT þiitgi og skiliiðu til þingsins tillög- um sem það afgreiddi áfram til stjórnar Fiskifélags íslands til áfram- haldandi úrvinnslu. Fjallað var um umhverfislýsingar, -stefnur og -vott- un, umhverfismerkingar sjávaraf- urða og hlutverk Fiskifélags íslands í umhverfismálum. Umræður um álit þessara vinnu- hópa sýndu vel hversu mikil samstaða er um umhverfismálin innan sjávarút- vegsins, þrátt fyrir að áherslur séu mis- jafnar. Meðal þess sem hópurinn sem fjallaði um umhverfismerkingar sjáv- arafurða benti á var að íslendingar verði að taka virkan þátt í starfi á al- þjóðavettvangi um mótun krafna hvað varðar umhverfismerkingar. fs- lendingar þurfi að standa saman um stefnuna og koma fram sem ein heild við kynningu hennar. Ekki sé tíma- bært að skapa íslendingum ákveðið umhverfismerki þar sem ekki liggi fyr- ir til hvers verði ætlast. í umfjöllun um Fiskifélag íslands og hlutverk þess í umhverfismálum lagði hópurinn til að félagið verði sam- starfsaðili og leiðandi afl í umhverfis- málum varðandi íslenskan sjávarút- veg. Þessu hlutverki fylgi félagið með- al annars eftir með því að vera á vakt- inni um hvað er að gerast í alþjóðlegu samstarfi í umhverfismálum og komi jafnframt á framfæri stefnu sjávarút- vegsins við stjórnvöld í þessum mikil- væga málaflokki. Félagið taki að sér að kynna samþykktir um málefni sjávar- útvegs í umhverfismálum út á við og samræma sjónarmið innan íslensks sjávarútvegs í umhverfismálum. FISKVERKENDUR - UTCERÐAMENN! Mmtermáttur Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar býður nú um 30 mismunandi námskeið og fyrirlestra fyrir starfsfólk sjávarútvegsins. Hluti námsefnis: Vinnuöryggi • Hreinlætismál • Hráefnismeðferð • Mannleg samskipti Verkkennsla • Handflökun • Innra eftirlit • Heilsuvernd • Gæðastjórnun • Rekstraráætlanir Markaðsmál • Kjaramál Hafðu samband efþúertífrceðsluhugleiðingum Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, s: 560 9670 Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar heyrir undir Sjávarútvegs- ráðuneytið og er hlutverk hennar að skipuleggja fræðslustarfsemi fyrir starfsfólk i fiskiðnaði. Nefndin er skipuð fulltrúum frá ráðu- neytinu, samtökum atvinnurekenda og Verkamannasambandi íslands. ÆGm 27

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.