Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1998, Page 30

Ægir - 01.12.1998, Page 30
ráðgjöf, með umhverfismál sem aðal viðfangsefni. Guðjón leggur mikla áherslu á að umhverfismál snúist um að hver og einn byrji á því að taka til í eigin garði. Fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að byrja á því að líta í eigin barm, skoða hvaða þættir í starfsem- inni varða umhverfið, spyrja sig hvort hægt sé að draga úr sóun, úrgangi, rafmagnsnotk- un, vatnsnotkun og þannig mætti áfram telja. Með vinnu- brögðum af þessu tagi verði til tilfinning hjá starfsmönnum fyrir umhverfismálum og þar með sé ísinn brotinn. „Þegar fyrirtæki byrja á heimavelli þá eru þau að byrja á að skoða umhverfi sem þau þekkja og hér eru til öll þau verkfæri sem má nota til þess að auðvelda sér þessa naflaskoð- un. Það eru til staðlar sem lýsa stjórn- kerfum sem hægt er að fá vottuð af þriðja aðila. Megin markmið þessara kerfa er að draga úr sóun náttúruauð- linda á einn eða annan hátt. Þegar tekið er á sóuninni næst gjarnan fram beinn sparnaður en því til viðbótar geta sjávarútvegsfyrirtæki hiotið fjár- hagslegan ávinning af því að geta sýnt fram á að þau taki af ábyrgð á sínum umhverfismálum." Alþjóðlegar viðmiðanir vantar Guðjón dregur skýra línu milli um- hverfisaðgerða fyrirtækja í eigin rekstri og umræðunnar um sjálf- bærar veiðar, verndun fiski- stofna, hreint haf og heilnæmar fiskafurðir. Hann telur að grunn- inn verði að leggja í fyrirtækjun- um sjálfum, hvort heldur eru út- gerðarfyrirtæki eða fiskvinnslur, á þeim grunni byggist umræðan um veiðar, verndun fiskistofna og heilnæmi afurða. „Það vantar alla alþjóðlega mæli- kvarða varðandi veiðar og verndun fiskistofna. Við íslendingar viljum að „Grunninn að umhverfisaðgerðum verður að leggja í fyrirtœkjunum sjálfum." Umhverfisáhrif landvinnslu Leysiefni - White spirit/þynnir - Olíuhreinsir - Smurefni - Ýmis lífræn leysiefni Loftmengun - Koltvísýringur (C02) - Köfnunarefnisoxið (NOx) - Brennisteinstvíoxið (S02) - Sót - Illa brennt eldsneyti Sorp - Lífrænt - Umbúðir - Plastkassar - Öskjur - Brotamálmar Hávaði Lyktarmengun Orkunotkun - rafmagn - heitt vatn Kalt vatn - (R-22/R-134a) - Ammoníak Frárennsli - Fita - Lífrænt efni - Næringarefni - 01 ía - Sápur Þeir sem reka fiskvinnslur geta fallist á að myndin liti svona út þegar horft er til umhverfisþátta sem tengjast vinnslunni. Hér er ekki verið að draga upp mynd afhœttulegum efnum heldur er hér aðeins getið um þœtti sem eru mœlanlegir. Þar með er hœgt að koma á þá böndum til að reyna að draga úir sóun. 30 AGIR “"(>/ up!gno/QSA

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.