Ægir - 01.12.1998, Qupperneq 55
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Isfélagið hf.
með gjörbreytta
fiskimj ölsverksmiðj u
s
/'sfélagið hf. í Vestmannaeyjum
hefur tekið í notkun endurbœtta
fiskimjölsverksmiðju. Segja má að
verksmiðjan hafi verið endurbyggð
frá grunni.
Eftir breytingarnar getur verksmiðj-
an framleitt hágæðamjöl og mengun
er í algjöru lágmarki. Mengunarmálið
var einmitt þáttur sem taka varð á og
að mati forsvarsmanna ísfélagsins skil-
ar þessi framkvæmd í heild sinn mun
öflugri verksmiðju og traustari í
rekstri.
Þegar framleitt er í gæðamjöl af-
kastar verksmiðjan um 600 tonnum á
sólarhring en annars um 900 tonnum.
Kostnaður við breytingarnar var um
600 milljónir króna en þá er meðtalið
nýtt hús og þorrinn af hinum nýja
tækjabúnaði sem í verksmiðjunni er.
REVTINGUR
Varðskipið kostar
um 3 milljarða
Nýtt varðskip Islendinga, sem
þessa dagana er verið að ljúka
hönnun á, mun kosta á bilinu 2,5 til
3 milljarða króna. Skipið verður
tekið í notkun eftir um þrjú ár og
verður um 3000 tonn að stærð. Ekki
hefur enn verið gengið frá því
hvernig að smíðinni verður staðið
en kappkostað er að hún geti farið
frarn hjá innlendum stöðvum.
* Vinnuflotgallar: Samfestingur eða jakki og buxur
* Gore-Tex® björgunarbúningur
* Fóðraðir vatnsheldir kuldagallar
* Sjógallar, gúmmíhanskar, beitingarvettlingar,
stígvél, vöðlur
* RB-krókar, girni, blýsökkur, járnsökkur,
gúmmídemparar, sigurnaglar, nælur, goggar
* Sjóstangir, veiðihjól, gervibeitur
Vatnagörðum 14
Sími 581 4470 • Fax 581 2935
Netfang: rafbjorg@vortex.is
Vciðarfæri
VGIR 55