Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 26
finnst karfi nánast ekki og ég óttast að viö höfum gengið alltof nærri stofninum. Vib þurfum líka að velta fyrir okkur hvaða karfi það er sem vib erum að veiða á Reykjaneshrygg. Er þetta ekki bara karfi af sama stofni og vib erum að veiða hér heima? Ef svo er þá getum við ekki horft framhjá því ab það eru mörg önnur skip en okkar ab veiða úr stofninum og sóknin er þar af leiðandi mjög mikil." Togaramönnum stillt upp eins og svindlurum Guðmundur viðurkennir ab frystitog- araútgerðum sé legið á hálsi fyrir ab skapa ekki störf í landi. Hann segir sjó- mennina á frystitogurunum finna vel fyrir gagnrýninni í umræöunni. „Okkur finnst aö spjótin beinist alltaf aö okkur, rétt eins og viö séum vandamálið. Fólk talar um eitthvert svindl og svínarí á frystitogurunum. Og það er ekki nóg með að umræðan sé skrýtin heldur sjáum vib líka enda- lausar reglugerðir og lög sem Fiskistofa er að framfylgja og virðast snúast um að í frystistogurnum þurfi að uppræta eitthvert svindl. Ég er viss um að það eru engir sjómenn í flotanum sem búa vib annað eins reglugerðaflóð og frystitogaramenn. Um þetta get ég nefnt dæmi. Ef ég tæki til dæmis ákvörðun um það núna að hífa og fara í land þá þarf ég að tilkynna til Fiski- stofu áætlaðan afla um leið og trolliö er komið upp á dekk. Og síðan þarf ég aftur að senda tilkynningu til Fiski- stofu fjórum tímum áður en ég kem í höfn. Hvaba tilgangi þjónar svona stíft eftirlit? Kostnaðurinn við allar reglugerðirnar er mikill og mér finnst eins og verið sé að reyna að koma á tortryggni milli okkar togaramann- anna og Fiskistofu. Halda menn virki- lega að við græðum eitthvaö á því að reyna að svindla á aflanum? Mér finnst fráleitt að halda því fram. Eftir- litib þarf sannarlega að vera til staðar en mér finnst menn komnir heldur langt í því hiutverki," segir Guðmund- ur. Eftirlit kostar 15 þúsund á dag Að sögn Guðmundar gera reglugerðir kröfu til þess að um borð sé eftirlits- maður þegar framleitt er í bita. Kostn- aður við hvern eftirlitsmann um borð er reiknaöur um 15.000 krónur og augljóst að mikill kostnaður fylgir því fyrir útgerbina ab hafa eftirlitsmenn- ina í skipunum. „Ég get þess vegna ekki ákveðiö að fara t.d. á morgun í bitavinnslu. Ákvörðun um það þarf að liggja fyrir ábur en látið er úr höfn," segir Guðmundur Þ. Jónsson. Vantaruig límmiða! Hafðu Há samband og við björgum málunum. Hágæða límmiða prentun. MíkÍðúrval al Thermð miðun fyrir tölvuprentara. r r Einnig ainiiea prentun svo sem Reikningar, kvittanir, bæklingar, fréttabréf, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, ofl. ofl. LÍMMIÐAR NORÐURLANDS Hjalteyrargötu 2 • 600 Akureyri ^Sími 462 4166 • Fax 461 3035 Netfang: limnor@est.is 26 Mm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.