Ægir - 01.04.1999, Síða 16
Nýja hafrannsókna-
skipinu hleypt
af stokkunum
Bygging á nýju hafrannsókna-
skipi fyrir íslendinga er á áætlun og
var skipinu hleypt af stokkunum í
Chile þann 17. apríl síðastliðinn.
Skipið mun koma á haustmánuðum
hingað til lands og bera nafnið Árni
Friðriksson. Það kemur til með að
gjörbreyta rannsóknum úti á sjó,
enda skipið stórt og tæknilega mjög
fullkomið.
Afleiðingar lítillar
loðnufrystingar
að koma fram
Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj-
um sendi á dögunum frá sér af-
komuviðvörun til Verðbréfaþings
Islands. Ein af skýringum þess að af-
koma á fyrstu sex mánuðum rekstr-
arársins stefna í að verða lakari en
áætlanir gerðu ráð fyrir er sú að
loðnufrysting brást algerlega í vetur.
Við því er að búast að lítil loðnu-
frysting muni einnig koma fram í
rekstri annarra þeirra sjávarútvegs-
fyrirtækja sem byggja mikið á
loðnufrystingunni.
I sömu afkomuviðvörun Vinnslu-
stöðvarinnar er einnig borið við
lakari afkomu í mjöl- og lýsis-
vinnslu, sem og í vinnslu á bolfiski.
Þá er bent á að vegna lækkun á jeni
hafi áhrif til hins verra á rekstur fyr-
irtækisins.
Hvenær
er fiskur hollur
og hvenær ekki?
Frá því var sagt í tímaritinu World fishing í janúar síðastliðnum að
markaður fyrir norskan eldislax í Japan kunni að vera í hættu og það vegna
veðurfyrirbærisins E1 Nino! Hvernig getur því vikið við að fyrirbærið hafi
áhrif á markað fyrir fisk? Jú, þetta margumtalaða veðurfarsfyrirbæri olli
aflabresti í Chile og Perú á fiskistofnum sem mjöl og lýsi er unnið úr. Verð
þessara afurða hækkaði gríðarlega og í sparnaðarskyni tóku fóðurframleið-
endur að blanda jurtaolíu í fóður handa eldisfiski í Noregi í stað lýsis. í
henni er minna af Omega-3 fitusýrum en í lýsi og þar með minna af
Omega-3 í laxinum sem alinn er á fóðrinu. Þessar fitusýrur eru taldar hollar
fyrir hjarta og blóðrás og því minnkuðu vinsældir norska eldislaxins hjá
japönskum neytendum í réttu hlutfalli við fituna í honum.
Málið er ofurlítið snúið. Þótt fóðurframleiðendur notuðu lýsi og mjöl
unnið úr fiski veiddum í Norður-Atlantshafi í stað jurtaafurðanna, sem
auðvitað er dýrara, væri það ekki nægilega góð lausn því minna er af
omega-3 fitusýrum í lýsi úr þeim fiski en hinum suðurameríska. Nú bíða
norskir eldislaxútflytjendur með nokkurri óþreyju eftir því að áhrifa af E1
Nino hætti að gæta, afli glæðist við Suður-Ameríku og verð lækki á lýsi og
mjöli svo að norskur eldislax geti á ný étið sig sprengsaddan af meinhollum
fitusýrum til að enda svo tilveru sína sem verndari hjartna og æða í kroppi
japanskra sælkera.
Magur og feitur fiskur jafn hollur
En það eru ekki allar fregnir sem benda til meinhollustu Omega-3. í
síðasta mánuði birtist í norska blaðinu Fiskaren grein um nýjar rannsóknir
sem sýni að magur fiskur sé jafn hollur og feitur og að þeir sem borða eina
til tvær fiskmáltíðir á viku fá ekkert frekar hjarta- og æðasjúkdóma en þeir
sem borða fisk fimm sinnum í viku.
Sömuleiðis er allsendis óvíst að það séu Omega-3 fitusýrurnar sem geri
fiskinn að hollmeti.
Síðan um miðjan áttunda áratuginn hefur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma
minnkað um nær helming hjá norskum körlum á aldrinum 40-59 ára. Á
sama tíma hefur fiskneysla minnkað. Norsk heilbrigðisyfirvöld segja ljóst að
eitthvað hafi verið gert rétt í vali fæðutegunda, en það sé ekki hægt að
tengja aukinni fiskneyslu. Á tímabilinu hefur hluti orku úr fitu í fæði
minnkað úr 42% í 35%.
Sumir telja að einblínt hafi verið um of á að Omega-3 fitusýrurnar séu
helstu hollustuefnin í fiski. Síðan 1998 hefur fiskimjöl verið minna í fóðri
eldisfisks en jurtaafurðir meiri. Áhugavert væri að rannsaka hvort
samsetning fitusýra í fiski hefði breyst vegna þessa. Svo er aftur annað mál
að hve miklu leyti fiskurinn breytir fitusýrum í jurtaolíunni í eigin fitusýrur.
16 ÆCiIR