Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Pétur Bjarnason, framkvœmdastjón Fiskifélags Islands: I tilefni sjómannadags r\ Sjómannadagurinn er I framundan. Á slíkum tíma- I mótum leiða menn gjarnan I I hugann að starfi sjómanns- l J ins og hvemig það hefur breyst í áranna rás. Mjög margir ís- lendingar, sem komnir eru á miðjan aldur, hafa einhvern tímann á ævinni stundað sjómennsku sér til framfæris. Þeir þekkja því til eðils starfsins. Hafi liðið mörg ár frá því sjómennskan var stunduð má telja líklegt að viðkom- andi komi margt á óvart. Margt hefur breyst og þeir sem nú stunda sjó eru að mörgu leyti öðruvísi hópur en þeir sem áður stunduðu sjó. Það hefði til dæmis þótt ótrúlegt fyrir fáum áratug- um að tugir og jafnvel hundruð sjó- manna stæðu við snyrtilínur um borð I sínum skipum og fylgdu þar með afl- anum eftir ofan í endanlegar söluöskj- ur. Stærstu fiskiskip eru nú miklu stærri en þau skip sem voru talin stór áður fyrr og sjálfvirkni um borð hefur aukist. Það á bæði við um siglingatæki og veiðitól, enda er hægt að stunda veiðar við verri veðurskilyrði en áður. En það eru ekki aðeins stóru skipin sem veiða við ísland. Smábátum hefur fjölgað og þeir eru einnig tæknivæddir umfram það sem nokkrum datt í hug fyrir fáum áratugum að gæti gerst. ís- lendingar eiga tæknivæddasta fiski- skipaflota heims og árangurinn er í samræmi við það. Þótt margir íslendingar þekki sjó- sókn af eigin raun er þróunin þó sú að hlutfall þeirra fer lækkandi með þjóð- Leiðari inni. Það er erfiðara en áður að fá skipsrúm og ungmenni hafa úr meiru að moða þegar þeir velja sér sumar- starf en áður. Þótt sjávarútvegur sé og verði undirstaða undir lífskjörum ís- lendinga þá hefur fjölbreytni í at- vinnulífinu á íslandi aukist. Það er því alltaf stærri og stærri hiuti þjóðarinn- ar, sem þekkir þau störf, sem unnin eru í íslenskum sjávarútvegi, aðeins af afspurn. Það er varlegt að álykta að umræðan um sjávarútveg í þjóðfélag- inu beri nokkurn keim af þessari stað- reynd. Innan sjávarútvegsins eru margir sem telja það vandamál hve margir ræða á opinberum vettvangi um sjávarútveg af þekkingarleysi. Það er vissulega verðugt verkefni fyrir sam- tök innan íslensks sjávarútvegs að bæta hér nokkuð úr. Skemmst er að minnast auglýsinga- og upplýsinga- herferðar sem LÍÚ stóð fyrir í dagblöð- um á síðasta ári í tilefni af ári hafsins. Fiskifélag íslands hefur einnig um tæplega þriggja áratuga skeið skipulagt og haft umsjón með sjóvinnukennslu og -kynningu í grunnskólum landsins. Það starf var aukið fyrir rúmu ári í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og sjávarútvegsráðuneyti í samræmi við þingsályktunartillögu frá Alþingi. Rannsóknaskipið Dröfn var tekið á leigu hluta ársins og fjöida barna og unglinga gefinn kostur á að kynnast hafinu og þeim störfum sem þar eru stunduð. Það er ánægjulegt að sjá hve vel þessi starfsemi hefur mælst fyrir og hve áhugasöm börnin eru um þessa fræðslu. Starf sjómanna er afar mikilvægt og það er afar mikilvægt að sem flestir hafi nasasjón af í hverju þau felast. Fjárfesting í almennri kynningu á þeim mikilvægu störfum sem unnin eru innan sjávarútvegsins skilar sér. Fiskifélag íslands vill gjarnan halda áfram að leggja þar hönd á plóg. Sjómönnum og landsmönnum öll- um er óskað til hamingju með sjó- mannadaginn. ,\GIR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.