Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 15

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 15
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Klukkuna má ekki færa til baka í þingkosningum var einnig rætt um skattlagningu á sjávarútveginn. Þor- steinn Pálsson segist almennt þeirrar skoðunar að nýta beri markaðslögmál- in til að bæta lífskjörin og tryggja þró- un í atvinnugreininni. „Ef fara á þá leið að banna að menn geti farið með hagnaði út úr sjávarút- vegi, eins og öðrum atvinnugreinum, þá hættir einkafjármagn að koma inn í greinina og skattborgararnir verða að leggja henni til fjármagn. Ég fullyrði að slíkt leiðir til ófarnaðar. Ef menn ætla að festa aflaheimildir í tilteknum byggðum og skylda menn til viðskipta þá verður ríkisvaldið að koma með lykilinn að þeim viðskiptum og ákveða fiskverð upp á nýtt. Þar með er það búið að ákveða 60% af kostnaði fiskvinnslunnar og þá er ríkið komið inn í þann hring að þurfa að taka ábyrgð á rekstrargrundvellinum og af sjálfu leiðir að menn eru komnir inn í gömlu gengisfellingarleiðina. Við ger- um einfaldlega ekki hvort tveggja að éta kökuna og geyma hana." Þú átt við að byggðakvóti eða ein- hverskonar tenging kvóta við byggðir muni færa sjávarútveginn mjög hratt inn á gengisfellingarbrautirnar? „Sú leið þýðir að verið er að færa lífskjaraklukkuna langt til baka." Fiskverðsdeilum verður að Ijúka Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi svarar því játandi að það séu sér viss vonbrigði að ekki hafi tekist að ná sáttum í deilum um fiskverðsmyndun. „Jú, þetta eru mikil vonbrigði og þá deilu verður að leysa. Ég hef hvatt málsaðilana til að skoða ofan í kjölinn hvort ekki sé hægt að finna nýjar við- miðanir til að ákvarða laun sjómanna. Ekki til þess að rýra laun stéttarinnar heldur þvert á móti til að bæta þau. Spurningin er sú hvort ekki sé hægt að finna framleiðni- eða hagnaðarvið- miðanir og ef menn trúa því að efna- hagur sjávarútvegsins muni styrkjast þá tel ég ekki áhættusamt fyrir sjó- menn að fara þessar leiðir. Ávinning- urinn væri sá að allir aðilar gætu losn- að út úr þeim heljargreipum sem teng- ing launa sjómanna við fiskverð er í dag. Við vitum að út um allan heim er verið að þróa ný launakerfi sem verð- launa þá sem standa sig vel og ég er sannfærður um að það er hægt að draga lærdóm af þeirri vinnu og nota í þágu íslenskra sjómanna og íslensks sjávarútvegs." Eftirmaðurinn þarf að hafa heildarhagsmuni að leiöarljósi Þorsteinn segist ráðleggja eftirmanni sínum í sjávarútvegsráðuneytinu að hafa heildarhagsmuni greinarinnar í huga í starfi sínu. „Við vitum vel af reynslunni að það er mikið hagsmunatog í sjávarútvegin- um og auðvelt að falla fyrir sérhags- munum innan greinarinnar. Mjög mikilvægt er að fylgt verði áfram ábyrgri nýtingarstefnu og að markaðs- öflin fái áfram að ráða þróun atvinnu- greinarinnar og klukkan verði alls ekki færð aftur til aukinna ríkisafskipta." Eru einhver einstök mál sem standa upp úr á átta ára ferli sem sjávarút- vegsráðherra? „Þessi tími hefur í heild sinni verið mjög skemmtilegur en um leið átaka- samur. Það voru átök um pólitískar hugmyndir og fyrir mann eins og mig, sem hefur gaman af stjórnmálum, þá voru átökin ekki til að draga úr ánægj- unni af starfinu!" Þurfa menn ekki líka að hafa sterk bein sem ráðherrar í þeirri atvinnu- grein sem hefur innanborðs það fólk sem hefur hvað ákveðnastar skoðanir landsmanna og talar tæpitungulaust? „Jú, það eru miklir kraftar í at- vinnugreininni," svarar Þorsteinn og hlær. „Mér hefur komið að gagni að hafa ákveðnar skoðanir á málefnum sjávar- útvegsins og nauðsynlegt er líka að menn viti hvert þeir vilja stefna." „Effara á þá leið að banna að menn geti far- ið með hagnaði út úr sjávanítvegi, eins og öðrum atvinnugreinum, þá hœttir einkafjár- magn að koma inn í greinina og skattborgar- arnir verða að leggja henni til fjármagn. Ég fullyrði að slíkt leiðir til ófarnaðar." AGIR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.