Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1999, Qupperneq 47

Ægir - 01.05.1999, Qupperneq 47
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI öðrum sem löndunarkrana framskips en hinn er aftast á skipinu. Skipið var sandblásið og málað með Hempels málningu frá Slippfélaginu málningarverksmiðju. Mikill munur á móttökuaðstöðu og millidekki Guðmundur Jónsson, skipstjóri, segir að Sigurfari sé allt annað skip að afloknum breytingunum. „Jafnframt því að lengja skipið voru settir veltitankar um borð og ýmislegt annað gerir skipið skemmtilegra í sjó," segir Guðmundur og aðspurður segir hann að verkið hafi verið unnið á mjög ásættanlegum tíma. „Verkið tók í heild um þrjá mánuði. Það var byrjað að breyta þann 12. janúar og við vorum komnir á sjó aftur um 20. apríl. Miðað við það sem gert var þá er ég mjög sáttur við þennan verktíma." Sjóhæfnin jókst Sjóhæfnin á skipinu er orðin mun meiri en var áður, bæði vegna lengingarinnar og veltitankanna. Mesta breytingin er vinnuaðstaðan í aðgerðinni á millidekkinu. „Hún er orðin allt önnur en var áður," segir Guðmundur. Millidekksbúnaður smíðaður af útgerðinni Verkið kostaði um 30 milljónir króna, þ.e. sá hluti sem framkvæmdur var í Póliandi. Aðgerðaaðstaðan var smíðuð hér heima, sem og færibönd á millidekkinu og í lestinni. Allur sá búnaður var smíðaður af útgerðarfyrirækinu sjálfu, þ.e. Njáli hf. í Garði. „Þegar við komum með skipið heim þá voru færiböndin og búnaðurinn Við óskum útgerð og áhöfn til hamingju með breytingarnar. Skipið er allt málað með HEMPELS skipamálningu frá Slippfélaginu Máiningarverksmiðju. ------------Slippfélagiö Málningarverksmiöja Dugguvogi 4 ■ 104 Reykjavík • Sími: 588 8000 • Fax: 568 9255 Sigurfari GK 138 ÆGIR 47

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.