Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Síða 22

Ægir - 01.05.1999, Síða 22
REVTINGUR Japanir minnka túnfiskveiðiflotann Vegna tilmæla Sameinuðu þjóð- anna að minnka túnfiskaflann í heiminum um 20-30% hafa japönsk stjórnvöld ákveðið að greiða jafn- gildi 130 milljóna íslenskra króna í bætur fyrir að úrelda hvern túnfisk- veiðibát. Greiðslan skiptist þannig að sjómenn fá 58 milljónir en út- gerðin 72 milljónir. Viðræður um vinnutíma í fiskveiðum og fiskvinnslu í reglugerð frá því í október 1998 veitti Evrópusambandið tíma- bundna undanþágu um vinnutíma í fiskveiðum og fiskvinnslu. Utgerðar- menn hafa verið tregir til að ræða vinnutímareglur við Sambandið, en nú eru þó hafnar viðræður um vinnutíma í þessum greinum. Með viðræðunum er stefnt að því að síðar á þessu ári verði í löndum sambandsins teknar upp sömu reglur um vinnutíma í sjávarútvegi og öðrum starfsgreinum. Viðræðurnar hófusl laust eftir jól og búist er við að tillögur komi fyrir Evrópuráðið síðar á þessu ári. Vilmundur Víðir Sigurðsson, skóiastjóri Stýrimannaskóians í Reykjavík. bregðast við breytingum vegna þess að 40 prósent af náminu á 1. og 2. stigi hefur verið almennt nám og til þess að við getum kennt mönnum það sem við teljum nauðsynlegt í faggreinun- um, þá verða menn að hafa þessa al- mennu þekkingu sem undirstöðu. I>að hefur verið erfitt að fá menn til að skilja þessar breytingar, áður gátu menn komið hér inn með grunnskóla- próf og 24 mánaða siglingatíma og tekið 200 tonna réttindin á einu ári. Núna tekur það menn miklu lengri tíma en þeir fá í staðinn miklu betri kennslu og meiri möguleika í annað nám ef menn vilja sveigja sitt starfs- ferli eitthvað annað. Menntun þeirra verður einnig verðmætari á vinnu- markaðnum," segir Vilmundur Víðir. Ekki allir á eitt sáttir um breytingarnar Skólastjórinn viðurkennir að frá sjó- mönnum hafi heyrst gagnrýnisraddir þess efnis að námið sé nú orðið of langt og að ekki sé hægt að ætlast til þess að harðfullorðnir menn sem hætta á sjónum og fara í stýrimanna- námið setjist á skólabekk við hlið ung- linga sem eru að koma upp úr grunn- skóla. Vilmundur bendir á að hvað varði lengd námsins þá verði að at- huga að hún sé til komin vegna við- bótarnáms sem sé bráðnauðsynlegt og muni verða nemendum dýrmætt vega- nesti í framtíðinni. „Það kann að vera að menn víli fyr- ir sér að fara inn í hóp sem kemur beint úr grunnskólunum og fara að læra með yngra fólki en ég vona að 22 ÆGiIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.