Ægir - 01.05.1999, Síða 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Nýtt fyrirkomulag í skipstjórnarnámi tekið upp:
Skipstjórnarmenn fá betra
og verðmætara nám
- segir Vilmundur Víðir Sigurðsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík
Starfsárí Stýrimannaskólans í
Reykjavík lauk nú á síðustu dög-
um maímánaðar. í ár útskrifuðust 34
nemendur á 2. stigi og 6 á 3. stigi.
Nýtt fyrírkomulag skipstjórnarnáms
hefur nú veríð tekið upp og með því
hefur forttám veríð aukið og tekið upp
áfangakerfi, líkt og í öðrum fram-
haldsskólum landsins. Vilmundur
Víðir Sigurðsson, skólastjóri Stýri-
mannaskólans, teiur að breytingin á
náminu eigi eftir að leiða í Ijós að
stýrínámið verði meira metið úti á
vinnumarkaðnum og þar afleiðandi
gefi það nemendum sem því Ijitka
mun meiri atvinnumöguleika, ekki
aðeins á sjóttum heldur einnig í landi.
Vinnsluskipin eru stórfyrirtæki
„Áföngum í náminu er nú raðað upp á
nýtt og þeir hafa verið samræmdir öðr-
um framhaldsskólum. Með því opnast
meiri möguleikar og betri menntun,
auk þess sem að hægt veður nú að taka
fyrsta stigið í öðrum framhaldsskólum
áður en nemendur koma hingað í
Stýrimannaskólann og ljúka náminu.
Menn hafa verið sammála um að
inn í þessa kennslu hafi vantað veru-
lega nýja námsáfanga eins og t.d.
stjórnun, veiðarfæragerð og rekstrar-
fræði, enda tala útgerðarmenn um að
vinnsluskipin séu í raun og sanni stór
fyrirtæki og það sé mikilsvert að þeir
sem eru að stjórna skipunum í 30 daga
í hverjum mánuði hafi einhverja hug-
mynd um hvernig rekstur svona fyrir-
tækja gengur fyrir sig. Stjórnunin snýr
að mörgum þáttum, t.d. beinum
rekstrarlegum þáttum og mannlegum
samskiptum og það er þáttur sem við
erum að taka inn í okkar kennslu. Við
höfum ekki haft aðstöðu til þess að
Stýrimannaskólinn í Reykjavík.
MCm 21