Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 49

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 49
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI -BSSff35*331 i > ~ _ ~ pl uisajl Sveinn Benediktsson SU 77 Guðbergur Rúnarsson verkfrœöingur hjá Fiskifélagi íslands skrifar Fiskifélag íslands Nýtt fiskiskip Sveinn Benediktsson kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Reyðarfirði 28. apr- íl síðastliðinn. Skipið er fyrsta fiskiskipið sem SR-Mjöl hf. eignast að öllu leyti. Skipið er keypt notað frá Noregi og kostaði um 600 milljónir króna tilbúið til togveiða. Fyrir á SR-Mjöl 40% hlut í Þórði Jónassyni EA. Sveinn Benedikts- son SU 77 er smíðaður hjá Th. Hellesöy Skipasmíðastöð í Noregi árið 1990, smíðanúmer 117. Skipið er teiknað af Vik og Sandvik og flokkað hjá DNV. Skipið er vel búið til nóta- og flotvörpuveiða og til heilfrystingar á uppsjávar- fiskum. Toggeta skipsms er allt að 48 tonn. í skipinu eru fjórir tankar með sjó- kœlingu og tvœr frystilestar. Eftir afhendingu í Noregi 9. apríl, hélt skipið til Egersunds til að taka fiottroll og fór síðan á veiðar suður afFœreyjum. Skipið landaði 1000 tonnum af kolmunna í fyrsta sinn á Seyðisfirði 26. apríl og kom til heimahafnar á Reyðarfirði 28. apríl síðastliðinn. SR-Mjöl hefur samið við Skipaklett hf. á Reyðarfirði um útgerð skipsins og verður það gert út frá Reyðarfirði. Skipstjóri á skipinu er Halldór Jónas- son, yfirstýrimaður Hafþór Hansson og yfirvélstjóri er Þorsteinn Aðalsteins- son. Saga Sveins Benediktssonar Kjölur skipsins var í upphafi lagður fyrir írska útgerð. Hún lenti í vand- ræðum með að fjármagna smíðina og sem þar með stöðvaðist. Útgerð Jak- obsen & Sönner í Noregi gékk þá inn í kaupin og lét fyrirtækið lengja skips- skrokkinn um 17 bönd, eða rúma 10 metra. Skipið hlaut nafnið Torson og var afhent í mars 1990. Það skipti um eiganda í fyrra þegar Brödrene Birkeland keypti skipið og gaf því nafnið Talbor. Almenn lýsing Sveinn Benediktsson SU er smíðaður úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki ( 1A1 ICE-C. Það er teiknað hjá Vik & Sandvik A/S og hefur bandabil 0,6 m. Skipið er með tvö þilför stafna á miili, perustefni, hvalbak, gafllaga skut með flotvörpurúllu, bátaþilfar, íbúðarhús á bátaþilfari og brú fyrir aft- an mitt skip. Undir aðalþilfari er skipinu skipt með fimm vatnsþéttum þverskipsþil- um í eftirtalin rými, talin framan frá: Stafnhylki fyrir sjó, rými fyrir sónar og kælibúnað, tvær lestar með þverskips- þiljum, þar sem síðuhlutarnir eru út- búnir sem sjókælitankar og miðhlut- arnir sem tvær frystilestar. í holrým- inu undir lestum eru tankar fyrir elds- neyti. Vélarúm er fyrir aftan lestar- tanka með ferskvatnstönkum úti í síðu ÆGiIR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.