Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1999, Side 49

Ægir - 01.05.1999, Side 49
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI -BSSff35*331 i > ~ _ ~ pl uisajl Sveinn Benediktsson SU 77 Guðbergur Rúnarsson verkfrœöingur hjá Fiskifélagi íslands skrifar Fiskifélag íslands Nýtt fiskiskip Sveinn Benediktsson kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Reyðarfirði 28. apr- íl síðastliðinn. Skipið er fyrsta fiskiskipið sem SR-Mjöl hf. eignast að öllu leyti. Skipið er keypt notað frá Noregi og kostaði um 600 milljónir króna tilbúið til togveiða. Fyrir á SR-Mjöl 40% hlut í Þórði Jónassyni EA. Sveinn Benedikts- son SU 77 er smíðaður hjá Th. Hellesöy Skipasmíðastöð í Noregi árið 1990, smíðanúmer 117. Skipið er teiknað af Vik og Sandvik og flokkað hjá DNV. Skipið er vel búið til nóta- og flotvörpuveiða og til heilfrystingar á uppsjávar- fiskum. Toggeta skipsms er allt að 48 tonn. í skipinu eru fjórir tankar með sjó- kœlingu og tvœr frystilestar. Eftir afhendingu í Noregi 9. apríl, hélt skipið til Egersunds til að taka fiottroll og fór síðan á veiðar suður afFœreyjum. Skipið landaði 1000 tonnum af kolmunna í fyrsta sinn á Seyðisfirði 26. apríl og kom til heimahafnar á Reyðarfirði 28. apríl síðastliðinn. SR-Mjöl hefur samið við Skipaklett hf. á Reyðarfirði um útgerð skipsins og verður það gert út frá Reyðarfirði. Skipstjóri á skipinu er Halldór Jónas- son, yfirstýrimaður Hafþór Hansson og yfirvélstjóri er Þorsteinn Aðalsteins- son. Saga Sveins Benediktssonar Kjölur skipsins var í upphafi lagður fyrir írska útgerð. Hún lenti í vand- ræðum með að fjármagna smíðina og sem þar með stöðvaðist. Útgerð Jak- obsen & Sönner í Noregi gékk þá inn í kaupin og lét fyrirtækið lengja skips- skrokkinn um 17 bönd, eða rúma 10 metra. Skipið hlaut nafnið Torson og var afhent í mars 1990. Það skipti um eiganda í fyrra þegar Brödrene Birkeland keypti skipið og gaf því nafnið Talbor. Almenn lýsing Sveinn Benediktsson SU er smíðaður úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki ( 1A1 ICE-C. Það er teiknað hjá Vik & Sandvik A/S og hefur bandabil 0,6 m. Skipið er með tvö þilför stafna á miili, perustefni, hvalbak, gafllaga skut með flotvörpurúllu, bátaþilfar, íbúðarhús á bátaþilfari og brú fyrir aft- an mitt skip. Undir aðalþilfari er skipinu skipt með fimm vatnsþéttum þverskipsþil- um í eftirtalin rými, talin framan frá: Stafnhylki fyrir sjó, rými fyrir sónar og kælibúnað, tvær lestar með þverskips- þiljum, þar sem síðuhlutarnir eru út- búnir sem sjókælitankar og miðhlut- arnir sem tvær frystilestar. í holrým- inu undir lestum eru tankar fyrir elds- neyti. Vélarúm er fyrir aftan lestar- tanka með ferskvatnstönkum úti í síðu ÆGiIR 49

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.