Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1999, Qupperneq 6

Ægir - 01.05.1999, Qupperneq 6
Sölumiðstöðin rifar seglin ATií tindir lok maímánaðar til- 1 \ kynnti stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna að gripið yrði til aðgerða til að draga úr kostnaði hjá félaginu. Skrifstofu á Akureyri verður lokað og fœkkað í starfsmannahaldi í Reykavík samhliða, attk þess sem hluti húseignar félagsins í Reykjavík verður seldur. Alls er ætlunin að fækka um 19 starfsmenn hjá SH í þessum aðgerð- um. Samkvæmt upplýsingum sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hefur látið frá sér fara mun þróunardeild félagsins verða lögð niður og er bent á að þörf fyrir hana hafi farið minnkandi þar sem framleiðendur hafi tekið þróunar- málin í eigin hendur. Stærstu framleiðslufyrirtækin í sjáv- arútvegi hafa lagt æ meira í þróunar- starf og komið hefur fram að fyrirtæk- in telja nauðsynlegt að hafa þennan þátt innan húss þegar stigin eru skref í átt til meiri fullvinnslu á fiskafurðum. Þannig benda viðmælendur Ægis á að það hafi verið fyrirséð að þróunarstarf hlyti að fara minnkandi hjá sölufyrir- tækjunum en færast í vaxandi mæli heim til fyrirtækjanna og því komi ákvörðun SH ekki á óvart. Vestmannaeyjar: 220 störf í hættu? Að mati Jóns Kjartanssonar, for- manns Verkalýðsfélagsins Vest- mannaeyja geta um 220 störf í fisk- vinnslu verið í hættu í Vest- mannaeyjum ef rekstur Vinnslu- stöðvarinnar hf. fer á versta veg. Stjórn Vinnslustöðvarinnar skýrði á dögunum frá miklum hallarekstri fyrirtækisins og umfangsmiklum að- gerðum sem nauðsynlegt muni reynast að grípa til ef snúa eigi fyrir- tækinu til betri vegar. Raunar er bent á að eiginfjárhlutfall sé enn um 30%, þrátt fyrir tapreksturinn en engu að síður sé nauðsynlegt að grípa til endurskipulagningar. Samanlagt hefur Vinnslustöðin hf. yfir að ráða um 12000 tonna bol- fiskkvóta. SKIPAVERSLUNIN SKIBSHANDLER ■ SHIP CHANDLER ■ SCHIFFSAUSRÚSTER KOSTUR FYRIR SKIP OG BATA Allt á einum stað: Matvörur og hreinlætisvörur fyrir skip. Kjöt á heildsöluverði. Skipaverslun - Sérverslun sjómanna HRINGBRAUT 121 -107 REYKJAVÍK • SÍMI/TEL: 562 5570 • TELEFAX: 562 5578 6 Æcm

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.