Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 6
Sölumiðstöðin rifar seglin ATií tindir lok maímánaðar til- 1 \ kynnti stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna að gripið yrði til aðgerða til að draga úr kostnaði hjá félaginu. Skrifstofu á Akureyri verður lokað og fœkkað í starfsmannahaldi í Reykavík samhliða, attk þess sem hluti húseignar félagsins í Reykjavík verður seldur. Alls er ætlunin að fækka um 19 starfsmenn hjá SH í þessum aðgerð- um. Samkvæmt upplýsingum sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hefur látið frá sér fara mun þróunardeild félagsins verða lögð niður og er bent á að þörf fyrir hana hafi farið minnkandi þar sem framleiðendur hafi tekið þróunar- málin í eigin hendur. Stærstu framleiðslufyrirtækin í sjáv- arútvegi hafa lagt æ meira í þróunar- starf og komið hefur fram að fyrirtæk- in telja nauðsynlegt að hafa þennan þátt innan húss þegar stigin eru skref í átt til meiri fullvinnslu á fiskafurðum. Þannig benda viðmælendur Ægis á að það hafi verið fyrirséð að þróunarstarf hlyti að fara minnkandi hjá sölufyrir- tækjunum en færast í vaxandi mæli heim til fyrirtækjanna og því komi ákvörðun SH ekki á óvart. Vestmannaeyjar: 220 störf í hættu? Að mati Jóns Kjartanssonar, for- manns Verkalýðsfélagsins Vest- mannaeyja geta um 220 störf í fisk- vinnslu verið í hættu í Vest- mannaeyjum ef rekstur Vinnslu- stöðvarinnar hf. fer á versta veg. Stjórn Vinnslustöðvarinnar skýrði á dögunum frá miklum hallarekstri fyrirtækisins og umfangsmiklum að- gerðum sem nauðsynlegt muni reynast að grípa til ef snúa eigi fyrir- tækinu til betri vegar. Raunar er bent á að eiginfjárhlutfall sé enn um 30%, þrátt fyrir tapreksturinn en engu að síður sé nauðsynlegt að grípa til endurskipulagningar. Samanlagt hefur Vinnslustöðin hf. yfir að ráða um 12000 tonna bol- fiskkvóta. SKIPAVERSLUNIN SKIBSHANDLER ■ SHIP CHANDLER ■ SCHIFFSAUSRÚSTER KOSTUR FYRIR SKIP OG BATA Allt á einum stað: Matvörur og hreinlætisvörur fyrir skip. Kjöt á heildsöluverði. Skipaverslun - Sérverslun sjómanna HRINGBRAUT 121 -107 REYKJAVÍK • SÍMI/TEL: 562 5570 • TELEFAX: 562 5578 6 Æcm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.