Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1999, Page 20

Ægir - 01.05.1999, Page 20
varð mögulegt að meta allt nám sem nemendur hafa að baki sér úr öðrum framhaldsskólum. Björgvin segir að framhaldsskólarnir út um landið geti veitt nemendum á sínum svæðum grunnnám sem undirstöðu undir vél- stjórnarnámið og margir notfæri sér þann möguleika. „Hvað varðar námsefnið þá eru sannarlega tíðar breytingar á því, jafn- hliða breytingum í tækni og vélbún- aði. Skipulag námsins er á hinn bóg- inn svipað frá ári til árs, enda ekki æskilegt að það gangi í gegnum sífelld- ar breytingar." Fimm ára nám Nemendur í Vélskóla íslands eru um 200 talsins. Ef einstaklingur hyggur á nám í skólanum og hefur að baki grunnskólapróf þá tekur það viðkom- andi fimm ár að ljúka prófi af 4. stigi vélstjórnar. Fari nemendur upp úr Frá kyrmingardegi í Vélskóia íslands. grunnskóla og inn í Vélskólann þá ljúka þeir 4. stiginu 21 árs gamlir. „Margir líkja þessari lengd námsins við læknanám en það er órökrétt vegna þess að þá sleppa menn stúdentsnámi læknisins en við blönd- um almennu námi inn í fagnámið og með þessu teljum við okkur ná góðum árangri með nemendum sem annars kynnu að flosna upp úr námi. Ég gæti trúað að 20-30% nemenda okkar komi beint upp úr grunnskóla en hinir eru nemendur sem hafa lokið hluta af öðr- um framhaldsskóla og geta nýtt sér það nám að hluta inn í vélstjórnar- námið. En það er líka svo að mesta brottfallið hjá okkur er í hópnum sem kemur beint upp úr grunnskólanum," segir Björgvin Þór. Eðli vélstjórastarfsins hefur breyst samhliða tæknibreytingum í vélbún- aði. Ef tekið er dæmi úr hefðbundnum vélarrúmum þá standa menn ekki lengur vaktir við vélsímann og stjórntök vélar heldur snýst starfið meira um stýringu á viðhaldi á tækja- búnaði og gera reksturinn sem hagstæðastan. „Áhersla okkar hefur því færst yfir í að gefa mönnum í gegnum námið góðan handverks- og fræðilegan grunn því góð grunnmenntun auð- veldar vélstjórum að ráða við tækni- breytingarnar sem stöðugt eiga sér stað." V-ltigíi toghlerat J. HINRIKSSON ehf. Suðarvogi 4, Pósthólf 4154, 124 Reykjavík, Sími: 588 6677, Bréfsími: 568 9007, Netfang: info@poly-ice.is Heimasíða: www.poly-ice.is „Framleiðendur toghlera í dratugi“ 20 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.