Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1999, Side 23

Ægir - 01.05.1999, Side 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI menn sæki þetta nám þó það sé lengra," segir Vilmundur. Sjórinn eða enski boltinn! Einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á aðsóknina í skipspláss úti á sjó telur Vilmundur vera þann að þjóðfélagið sé í hraðri þróun og þróunin stefnir ekki í þá átt að sjó- mennska verði tískufyrirbrigði. „Einn maður orðaði þetta svo skemmtilega að segja að það vilji allir vera í enska fót- boltanum og átti þá við að menn vilji ekki fara út á sjó og fórna þar með þeirri dægra- styttingu að horfa á enska fót- boltann í sjónvarpinu. Umræðan um sjávarútveginn hefur verið neikvæð og að mínu mati nei- kvæðari en ástæða er til. Hún fælir frá og fólk sem er að velta fyrir sér hvert það á að stefna í sínum atvinnumál- um missir vitanlega áhugann á sjávar- útvegi ef það heyrir ekkert annað en neikvæð viðhorf gagnvart greininni. Staðreyndirnar sýna að það er ekki nóg að til sjós bjóðist stöður með góð- um launum en að mínu mati er styrk- ur að því að geta boðið í Stýrimanna- skólanum breiðara nám og geta skap- að nemendum héðan betri grunn til að byggja á," segir Vilmundur Víðir. Betri menntun Samhliða nýja námskerfinu í Stýri- mannaskólanum hefur verið aukin samvinna milli Vélskóla íslands og Stýrimannaskólans og telur Vilmund- ur Víðir að sú samvinna sé hagstæð báðum skólunum. „Við erum að kenna sömu greinar að hluta til og hagræði af því að sam- kenna þær fyrir nemendur beggja skólanna. Til að mynda höfum við kennt vélfræði á 2. stigi skipstjórnarnámsins en nú munu nemendur okkar sækja þessa tíma með nemendum Vél- skólans og í öðrum fögum koma nemendur Vélskólans yfir tii okkar. Markmiðin sem við stefnum að eru alveg skýr, þ.e. betri menntun fyrir einstaklingana og útgerðina," segir Vilmundur Víðir Sigurðsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík. Markmiðin sem við stefnum að eru alveg skýr, þ.e. betri menntun fyrir einstaklingana og útgerðina Auglýsendur athugið! Munið sérblað Ægis um sjávarútvegssýninguna í Kópavogi sem fylgja mun ágústhefti og dreift verður ókeypis í stóru upplagi á sýningunni sjálfri. Frábær leið til að koma upplýsingum á framfæri! Fiskifélagsútgáfan ffl 23

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.