Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 23

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI menn sæki þetta nám þó það sé lengra," segir Vilmundur. Sjórinn eða enski boltinn! Einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á aðsóknina í skipspláss úti á sjó telur Vilmundur vera þann að þjóðfélagið sé í hraðri þróun og þróunin stefnir ekki í þá átt að sjó- mennska verði tískufyrirbrigði. „Einn maður orðaði þetta svo skemmtilega að segja að það vilji allir vera í enska fót- boltanum og átti þá við að menn vilji ekki fara út á sjó og fórna þar með þeirri dægra- styttingu að horfa á enska fót- boltann í sjónvarpinu. Umræðan um sjávarútveginn hefur verið neikvæð og að mínu mati nei- kvæðari en ástæða er til. Hún fælir frá og fólk sem er að velta fyrir sér hvert það á að stefna í sínum atvinnumál- um missir vitanlega áhugann á sjávar- útvegi ef það heyrir ekkert annað en neikvæð viðhorf gagnvart greininni. Staðreyndirnar sýna að það er ekki nóg að til sjós bjóðist stöður með góð- um launum en að mínu mati er styrk- ur að því að geta boðið í Stýrimanna- skólanum breiðara nám og geta skap- að nemendum héðan betri grunn til að byggja á," segir Vilmundur Víðir. Betri menntun Samhliða nýja námskerfinu í Stýri- mannaskólanum hefur verið aukin samvinna milli Vélskóla íslands og Stýrimannaskólans og telur Vilmund- ur Víðir að sú samvinna sé hagstæð báðum skólunum. „Við erum að kenna sömu greinar að hluta til og hagræði af því að sam- kenna þær fyrir nemendur beggja skólanna. Til að mynda höfum við kennt vélfræði á 2. stigi skipstjórnarnámsins en nú munu nemendur okkar sækja þessa tíma með nemendum Vél- skólans og í öðrum fögum koma nemendur Vélskólans yfir tii okkar. Markmiðin sem við stefnum að eru alveg skýr, þ.e. betri menntun fyrir einstaklingana og útgerðina," segir Vilmundur Víðir Sigurðsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík. Markmiðin sem við stefnum að eru alveg skýr, þ.e. betri menntun fyrir einstaklingana og útgerðina Auglýsendur athugið! Munið sérblað Ægis um sjávarútvegssýninguna í Kópavogi sem fylgja mun ágústhefti og dreift verður ókeypis í stóru upplagi á sýningunni sjálfri. Frábær leið til að koma upplýsingum á framfæri! Fiskifélagsútgáfan ffl 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.