Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1999, Qupperneq 52

Ægir - 01.05.1999, Qupperneq 52
Helstu mál og stærðir Aðalmál: Mesta lengd (Loa) (m)..............................................56,00 Lengd milli lóðlína (m)............................................49,00 Breidd (mótuð) (m).................................................11,00 Dýpt að aðalþilfari (m).............................................7,70 Dýpt að efraþilfari (m).............................................5,50 Rými og stærðir: Brennsluolíugeymar (m3)...........................................273,8* Ferskvatnsgeymar (m3)................................................41 Smurolía og glussi (m3)..............................................8,7 Stafnhylki sjór (m3)................................................54,0 Lestarrými (m3).....................................................1240 Eiginþynd (tonn)................................................ 1028,1 Særými við 6,91 m djúristu undir kjöl, miðskips...................2566,0 Mæling: Brúttótonnatala.................................................... 1230 Nettótonn........................................................... 519 Rúmtala...........................................................2965,5 Aðrar upplýsingar: Reiknuð bryqqjuspyrna — tonn........................................48,0 Aflvísir..........................................................11.739 Skipaskrárnúmer.................................................... 2329 * Samkvæmt tankateikningu, Vik & Sandvik 31/1-90 7 tveggja manna klefum, einum eins manns klefa, íbúð skipstjóra og stýri- manns og sjúkraklefa. Á aðalþilfari eru 8 klefar, 7 tveggja manna, einn eins manns, gufubað og þvottaherbergi. í þilfarshúsi á efra þilfari er að finna matvælageymslu, eldhús, matsal, setu- stofu og stakkageymslu. Á hæðinni eru tvær íbúðir fyrir skipstjóra og yfir- stýrimann, auk sjúkraklefa. í húsinu er vélareisn og herbergi fyrir loftræsti- búnað. íbúðir eru klæddar Fibo veggklæðn- ingu og hitaðar upp með rafmagns- ofnum. Loftræsting er frá Novenco. Brúin er T-laga með sambyggðu skor- steinshúsi. Aftast í brúnni er stjórn- borð fyrir vindur, þá fjarskiptaherbergi og snyrting. Vélbúnaður Aðalvélin er frá Wártsila Wichmann af gerðinni WX28V8, 3260 hestöfl (2400 kW) við 600 sn/mín. Vélin er tengd Volda ACG 680/PF 500 niðurfærslugír með kúplingu. Hlutfall gírsins er 4,47:1 og snúningshraði skrúfunnar er 134 sn/mín við 600 sn/mín á vél. Skrúfan er frá Wichmann, fjögurra blaða skiptiskrúfa. Hún er 3,600 mm í þvermál og í hring. Við gírinn er ásra- fall, 1600 kVA frá Stamford. Hjálparvélarnar eru tvær, báðar Catepillar/Stamford samstæður. Stærri vélin er af gerðinni 3412 TA með 644 kVA rafal, hin er af gerðinni 3406 TA með 369 kVA rafal. Rafkerfi skipsins er 3 x 440 V, 60 Hz og 64 A einangrunar- spennir fyrir landtengingu. Stýrisbúnaður samanstendur af Barkemayerstýri með raf- og vökva- knúnni stýrisvél frá Tendfjörd af gerð- inni 9m 200/2GM 435. Hliðarskrúf- urnar eru tvær frá Brunvoll af gerðinni SPX-VP, báðar rafdrifnar og 510 hest- öfl hvor. Loftþjöppurnar eru tvær frá Sperri og skilvindur eru frá DeLaval. í véla- rúmi er 1301 slökkvikerfi og þvottavél fyrir diska skilvinda. Vindu- og losunarbúnaður Vindu- og losunarbúnaður er vökva- knúinn frá Karmöy Winch. Helstu vindur eru tvær 38 tonna snurpu- og togspil, 35 tonna netavinda, 12 tonna nótablökk frá Triplex 603/360/2DAP, TRH 71 færslurúlla, TRH 90 færslu- blökk, NK-3000 nótakrana og niður- leggjari og tvær hringjabyssur. Aftur á skutgálga er 3ja tonna kapalvinda. Tveir Karm vökvakranar með vírspil- um eru á skipinu, sá stærri 3,5 tonn á hvalbak og hin minni fyrir framan brú. Fiskidælan er 14" frá Karm af gerðinni 9050-01. Hráefnis- og frystilestar Lestar skipsins eru tvær, samtals um 1240 m3. Lestunum er skipt niður með langskipsþiljum í fjóra sjókælda síðutanka sem eru um 700 m3 og tvær frystilestar miðskips um 540 m3. í aft- ari frystilest er jafnframt sjókælikerfi. Lestarnar eru einangraðar með polyurethan og klæddar stáli. Vinnsla í skipinu eru meðal annars sex lóðrétt- ir plötufrystar frá Jackson sem geta fryst 40 til 60 tonn af heilfiski á sólarhring, einn flokkari og MMC vakúm-dæla. Vinnslurýmið er á efra- þilfari undir hvalbak. 52 AGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.