Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 13

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Kynsamlegum ákvörðunum í Horfiö frá ríkisafskiptunum Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi metur stöðu sjávarútvegsins til áfram- haldandi uppbyggingar góða. „Sjávarútvegurinn hefur núna skil- yrði til að takast á við eigin rekstur. í gamla kerfinu var allt miðstýrt, veiði- heimildir fastar og öll þróun var háð opinberum ákvörðunum. Verðmynd- un var í höndum ríkisins og þar með varð ríkisvaldið að tryggja rekstrar- grundvöllinn. Enginn agi var gagnvart stjórnendum fyrirtækjanna til að ná árangri í rekstri. Þetta allt leiddi til stöðugra gengisbreytinga og kom í veg fyrir að við næðum öðrum þjóðum í lífskjörum. Þjóðin hefur að mínu mati ekki í annan tíma notið beint og jafn ríkulega ávaxtanna af viðgangi sjávar- útvegsins og nú. Um þetta atriði er deilt í þjóðmálaumræðunni en ég full- yrði að það er sjávarútveginum helst að þakka að fólk er að upplifa aukinn kaupmátt og stöðugleika í þjóðfélag- inu, sem svo lengi hefur verið beðið eftir." Tvöföldun þorskstofnsins í tíð Þorsteins Pálssonar í sjávarútvegs- ráðuneytinu þurfti að takmarka veru- lega sókn í þorskstofninn og segir hann mjög gleðilegt að stofninn sé mun sterkari í dag en var fyrir 8 árum. „Þorskstofninn er núna orðinn tvö- falt stærri en hann var fyrir átta árum og kominn yfir eina milljón lesta. Þetta eru mjög gleðileg umskipti í ljósi þess að þorskurinn vegur þyngst í út- flutningsverðmætum þjóðarinnar." Ef litið er yfir lengra tímabil sést að úthlutun aflaheimilda hefur með ár- unum færst nær ráðgjöf Hafrannsókn- arstofnunar og Þorsteinn er ekki í vafa um að meira samræmi verði í framtíð- inni í ráðgjöf og úthlutun en var fyrr á árum. „Já, ég held að reynslan hafi kennt að skynsamlegt er að fara eftir ráðgjöf fiskifræðinga. Okkur tókst að tvöfalda þorskstofninn á skömmum tíma vegna þess að við fórum að ráðum vís- indamanna. Það var e’rfið pólitísk ákvörðun á sínum tíma að úthluta veiðiheimildum í samræmi við vís- indalega ráðgjöf en sú ákvörðun hefur skilað sér margfaldlega og ég held að enginn vilji snúa til baka í þessum efnum." Eigið fé í sjávarútvegi í fyrsta sinn Eitt af þeim atriðum sem bent er á þegar einstakir þættir sjávarútvegs sæta gagnrýni er að skuldir hafi aukist í greininni. Þorsteinn segir að líta verði til þess að eigið fé greinarinnar --------------------ÆGIR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.