Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Síða 13

Ægir - 01.05.1999, Síða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Kynsamlegum ákvörðunum í Horfiö frá ríkisafskiptunum Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi metur stöðu sjávarútvegsins til áfram- haldandi uppbyggingar góða. „Sjávarútvegurinn hefur núna skil- yrði til að takast á við eigin rekstur. í gamla kerfinu var allt miðstýrt, veiði- heimildir fastar og öll þróun var háð opinberum ákvörðunum. Verðmynd- un var í höndum ríkisins og þar með varð ríkisvaldið að tryggja rekstrar- grundvöllinn. Enginn agi var gagnvart stjórnendum fyrirtækjanna til að ná árangri í rekstri. Þetta allt leiddi til stöðugra gengisbreytinga og kom í veg fyrir að við næðum öðrum þjóðum í lífskjörum. Þjóðin hefur að mínu mati ekki í annan tíma notið beint og jafn ríkulega ávaxtanna af viðgangi sjávar- útvegsins og nú. Um þetta atriði er deilt í þjóðmálaumræðunni en ég full- yrði að það er sjávarútveginum helst að þakka að fólk er að upplifa aukinn kaupmátt og stöðugleika í þjóðfélag- inu, sem svo lengi hefur verið beðið eftir." Tvöföldun þorskstofnsins í tíð Þorsteins Pálssonar í sjávarútvegs- ráðuneytinu þurfti að takmarka veru- lega sókn í þorskstofninn og segir hann mjög gleðilegt að stofninn sé mun sterkari í dag en var fyrir 8 árum. „Þorskstofninn er núna orðinn tvö- falt stærri en hann var fyrir átta árum og kominn yfir eina milljón lesta. Þetta eru mjög gleðileg umskipti í ljósi þess að þorskurinn vegur þyngst í út- flutningsverðmætum þjóðarinnar." Ef litið er yfir lengra tímabil sést að úthlutun aflaheimilda hefur með ár- unum færst nær ráðgjöf Hafrannsókn- arstofnunar og Þorsteinn er ekki í vafa um að meira samræmi verði í framtíð- inni í ráðgjöf og úthlutun en var fyrr á árum. „Já, ég held að reynslan hafi kennt að skynsamlegt er að fara eftir ráðgjöf fiskifræðinga. Okkur tókst að tvöfalda þorskstofninn á skömmum tíma vegna þess að við fórum að ráðum vís- indamanna. Það var e’rfið pólitísk ákvörðun á sínum tíma að úthluta veiðiheimildum í samræmi við vís- indalega ráðgjöf en sú ákvörðun hefur skilað sér margfaldlega og ég held að enginn vilji snúa til baka í þessum efnum." Eigið fé í sjávarútvegi í fyrsta sinn Eitt af þeim atriðum sem bent er á þegar einstakir þættir sjávarútvegs sæta gagnrýni er að skuldir hafi aukist í greininni. Þorsteinn segir að líta verði til þess að eigið fé greinarinnar --------------------ÆGIR 13

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.