Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1999, Page 26

Ægir - 01.05.1999, Page 26
Hlutverk samtaka sjómanna og sjómannafélaganna Sœvar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Islands, spáir fækkun aðildarfélaganna að sambandinu áður en komi að einu landsfélagi undirmanna: Hagsmunabarátta sjómanna snertir fleira en kj aramálin Við erum að efna þingsamþykkt frá Sjómannasambandsþinginu í haust en það veltur á svörun við er- indi okkar til aðildarfélaganna livort við fáum félagaskrár og aðrar upplýs- ingar sem nauðsynlegar eru til að Itrinda skoðanakönnuninni ígang," segir Sœvar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslattds um þœr hugmyndir að myndað verði eitt félag undirmanna á landinu í stað þeirra 38 félaga settt nú eiga aðild að Sjó- maiinasambandi íslands. Sævar segir alls ekki útséð um hvort ráðist verði í könnunina eða ekki en bendir í leiðinni á að sameiningarum- ræðan sé í fleiri heildarsamtökum en sjómanna. „Ástæðan er breytingin sem gerð var á vinnulöggjöfinni vorið 1996. Hún var þess eðlis að félagslega er mun erfiðara en áður að ná utan um samtöðu manna. Persónu- lega hafði ég ekkert út á skipu- lag Sjó- manna- sambands- ins og fé- laga innan þess að setja fyrr en eftir breytingarnar á vinnulöggjöf- inni. Við erum að reyna að fikra okkur áfram þannig að við verðum sterkari þegar kemur að kjarasamningum en áður gátu félög framselt til heildar- samtaka samningsréttinn en núna er þetta allt mun bundnara félögunum en áður. Og það eru ekki aðeins verka- lýðsfélögin sem eru að bregðast við Sœvar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands íslands. nýrri vinnulöggjöf heldur líka vinnu- veitendur sem þurfa að breyta sínum lögum," segir Sævar. Betri þjónusta í dreifðari byggðunum Sævar telur að breyting yfir í eitt landsfélag undirmanna muni ekki verða á einni nóttu heldur taka nokk- ur ár. Hann segist hafa rætt hugmynd- ir um nýtt félag á fundum út um land- ið og jafnan hafa bent á að ætlunin sé að efla þjónustuna við félagsmenn, ekki hvað síst í dreifðari byggðunum. „Að mínu mati er það seinni tíma útfærsluatriði hvernig þjónustunni Undirmenn í eitt landsfélag? Þessa dagana er unnið að undirbúningi skoðanakönnunar meðal félaga í aðildarfélögum Sjómaannasambands Islands þar sem kannaður verður vilji þeirra til að steypa félögunum 38 saman í eitt félag. Umræða um þetta mál fór fram á þingi Sjómannasambands Islands síðastliðið haust og er skoðanakönnunin framhald af þeirri umræðu en ljóst er að margir innan raða sjómanna hafa um árabil barist fyrir því að í fullri alvöru verði skoðað að sameina sjómannafélögin og tryggja þannig skilvirkara starf undirmanna og meiri styrk þeirra þegar kemur að kjarabaráttu. Óvíst er enn hvort af skoðanakönnuninni verður en fáist félagaskrár allra félaganna er líklegt að henni verði hrundið í framkvæmd á allra næstu vikum. 26 Móm

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.