Ægir - 01.09.1999, Page 14
Ægirá íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi
vinduna gerir einnig að verkum að
auðvelt er að draga trollið út aftur
þegar kastað er. Þá er ótalin endingin
en hún eykst verulega þegar trollið fær
betri meðferð á vindutromlunni. í það
minnsta hef ég dæmi um þetta hjá
Þerney RE en skip sem togað hafa við
hlið hennar þurfa að skipta örar um
flottroll og það er ekki svo lítill þáttur
þegar hvert troll kostar 15 milljónir
króna," segir Ragnar.
Vandamálin eru til þess
að leysa þau
Eins og áður segir er flottrollsstýringin
nýjung á heimsmælikvarða og ekki
Víraklemma fyrir grandara er ein af
nýjungum frá R. Bóassyni.
hægt að benda á hliðstæðan búnað til
hjálpar á flottrollsveiðum togara.
Ragnar vonast til að stýringin fari urn
borð í fleiri íslenska úthafskarfatogara
áður en vertiðin hefst á Reykjanes-
hrygg í vor en markaðssvæðið er í
raun út um allan heim og heimsflot-
inn er stór.
„Mínar lausnir snúast fyrst og
fremst um að leysa vandamálin á sem
einfaldastan hátt og það hefur mér
gengið ágætlega fram að þessu.
Flottrollsstýringin er til að mynda að-
eins 3 tonn að þyngd og leysir vanda-
málin á einfaldan og öruggan hátt.
Þannig lausnir hef ég að leiðarljósi,"
segir Ragnar Bóasson, fyrrverandi há-
seti á togaranum Snorra Sturlusyni RE.
Marel hf. verðlaunað fyrirframleiðslu á fiskvinnslubúnaði:
íslendingar í forystuhlutverki í heiminum
í framleiðslu fískvinnslubúnaðar
- segir GeirA. Gunnlaugsson, forstjóri Marel hf.
Geir A Gunnlaugsson, forstjóri Marel hf., var að vonum
ánægður með þær viðurkenningar sem fyrirtækinu hlotnaðist við
veitingu íslensku sjávarútvegsverðlaunanna sem afhent voru í
hófi sem haldið var í tengslum við Islensku sjávarútvegssýning-
una. Annars vegar er um að ræða viðurkenningu sem besti ís-
lenski framleiðandi fiskvinnslubúnaðar og hins vegar sem besti
heildarframleiðandi fiskvinnslubúnaðar. Að íslensku sjávarút-
vegsverðlaununum stóðu tímaritið World Fishing, Fiskifréttir og
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. Hampiðjan hf., Brunnar ehf.,
og Eimskip styrktu að auki viðburðinn sérstaklega.
Geir A. Gunnlaugsson segist afar ánægður með Islensku sjáv-
arútvegssýninguna 1999. „Þetta er afar glæsileg sýning í alla staði
og vel heppnuð. Fyrir okkur hjá Marel hf. hefur íslenska sýningin
ávallt sérstöðu umfram þær fjölmörgu sýningar sem við tökum
þátt í á hverju ári. Hér á íslandi er okkar heimamarkaður og til
íslands á þróun okkar búnaðar fyrst og fremst rætur að rekja.
Hér á sýningunni hittum við líka meginþorra okkar íslensku við-
skiptavina.
Mér finnst líka mikilvægt hve vaxandi aðdráttarafl íslenska sjávarútvegssýningin hefur á alþjóðavettvangi og hún er
vafalaust orðin sú stærsta í heiminum á sviði tækja og búnaðar til fiskvinnslu. Ég tel að sýningin hér í Kópavogi hafi
einmitt sannað sig sem tækjasýning í allra fremstu röð og staðfest enn á ný hversu trúverðugir íslenskir tækjaframleiðend-
ur eru og hve ótvírætt forystuhlutverk íslendinga er gagnvart búnaði til fiskvinnslu og sjávarútvegs yfirleitt. Einmitt af
þessum ástæðum njótum við Marelmenn okkur vel á þessari sýningu," segir Geir A. Gunnlaugsson. forstjóri Marels hf.
Ánœgðir forystumenn Marels hf. með viðurkenningar sem
fyrirtœkinu hlotnaðist þegar íslensku sjávariítvegsverðlaunin
voru afhent. Frá vinstri: Láms S. Ásgeirsson, framkvœmdastjóri
sölu- og markaðssviðs, Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri og Jón
Þór Ólafsson, framkvœmdastjóri vöruþróunar Marels hf.
14 ÆOR