Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1999, Page 15

Ægir - 01.09.1999, Page 15
tkJz Ægir á íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Islensku sj ávarútvegsverðlaunin afhent í fyrsta sinn í tengslum við íslensku sjávarútvegssýninguna voru í fyrsta sinn afhent íslensku sjávarútvegsverðlaunin. Marel hf. var eini aðilinn til að hreppa tvennar viður- kenningar en fyrirtækið fékk verðlaun sem framúrskarandi íslenskur framleiðandi fiskvinnslutækja en fékk einnig verðlaun sem besti framleiðandinn, innlendur sem erlendur. Borgarplast hlaut viðurkenningu fyrir bestu nýju vöruna á ís- lensku sjávarútvegssýningunni, fiskikar með innbyggðum teljara. Tómas Þor- valdsson hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs. Að íslensku sjávarútvegsverðlaununum stóðu tímaritið World Fishing, Fiski- fréttir og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. Hampiðjan hf., Brunnar ehf., og Eim- skip styrktu viðburðinn sérstaklega. Eftirtaldir innlendir aðilar hlutu verðlaun Framúrskarandi fiskimaðun • Magnús Garðarsson, skipstjóri á togaranum Asbirni RE Framúrskarandi útgerð: • Samherji hf. Framúrskarandi fiskvinnsla: • Útgerðarfélag Akureyringa hf. Framúrskarandi íslenskur framleiðandi, veiðar: • Hampiðjan hf. Framúrskarandi íslenskur framleiðandi/ fiskvinnslutœki / fiskmeðhöndlun: • Marel hf. Framúrskarandi íslenskt fyrirtœki/markaðsfœrsla: • SÍF hf. Eftirtaldir erlendir aðilar hlutu verðlaun Framúrskarandi alþjóðlegur framleiðandi/veiðar: • O. Mustad & Sön Framúrskurundi alþjóðlegur framleiðandi/ fiskvinnsla og meðhöndlun vöru: • Finsam Refrigeration. Framúrskarandi alþjóðlegurframleiðandi/markaðsmúl: • Swan Net Guðmundur Baldvinsson, framkvœmda- stjóri hjá Lystadún-Snœland, (t.v.) útskýrir liér fyrir viðskiptavinum góða eiginleika rúmsins með rafinagnsbotni og latexdýnu. Þeir voru margir sem hreinlega lögðu sig í básnum hjá Guðmundi! Góður svefn er líka sjávarútvegur! „Sýningin var hreint frábær fyrir okkur. Við höfum ekki tekið þátt í henni fyrr en það er engin spurning að við verðum með eftir þrjú ár,“ segir Guðmundur H. Baldursson framkvæmdastjóri Lystadúns-Snæ- lands, sem sýndi rúm og dýnur í bás á sjávarútvegssýningunni. Mörgum kann að þykja að slíkar vörur séu ekki beinlínis nátengdar sjávarút- vegi en Guðmundur bendir rétti- lega á að ailir þurfa að sofa í góð- um rúmum, hvort heldur er í skip- um úti á sjó eða í landi. „Við fengum í básinn til okkar alls konar fólk, náðum til sjó- manna, útgerðarmanna og heimil- anna. Sjómenn hafa alltaf verið sammála okkur um gildi þess að sofa á góðri dýnu. Rafmagnsbotn- inn, sem er með axlarmýkt og hægt að stífa og mýkja undir mjöðm, og latexdýnan, sem einnig er með inn- byggða axlarmýkt, vöktu gríðarlega mikla athygli. Þetta er mikil bylting og gerir rúmin að enn þægilegra hvíldarhúsgagni og á slíku þurfa ali- ir á að halda," segir Guðmundur. AGIR 15

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.