Ægir - 01.12.1999, Qupperneq 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Hafnarfjarðarhafnar. „Kostnaðarsamar
framkvœmdir og þeim fylgir skuldaaukn-
ing hafharinnar en við teljum fram-
kvœmdimar skila sér í auknum um-
svifum."
eftir aðstöðu á svæðinu. Uppbygging
svæðisins er sameiginlegt verkefni
hafnarinnar, bæjarins og fyrirtækj-
anna, sem miðar að því að auka hér
umsvif, atvinnu og verðmætasköpun.
Hafnarfjarðarhöfn er í stöðugri sókn og
með tilkomu nýju hafnarmannvirkj-
anna munu umsvif hafnarinnar enn
aukast," segir Már.
Kostnaðarsamar framkvæmdir
Már segir hafnarframkvæmdir almennt
vera kostnaðarsamar og nemur kostn-
aðurinn við þennan áfanga um einum
miljarði króna. Áfanganum lýkur í
byrjun næsta sumars og verða næstu
áfangar lenging hafnarbakka og frekari
landfylling.
„Kostnaðurinn er vissulega mikill og
þar af leiðandi er skuldaaukning hafn-
arinnar töluverð. Hinsvegar munu
framkvæmdirnar skila sér í auknum
umsvifum og tekjuöflun og í því ljósi
var ráðist í þessar framkvæmdir.
Hvenær ráðist verður í næstu áfanga
ræðst af eftirspurn og framkvæmda-
getu," segir Már.
Nýbygging Óseyjar er mikið hús og mun gjörbreyta starfsaðstöðu fyrirtœkisins.
Ný stöð Óseyj ar
í gagnið
Nú undir jól tók skipasmíðastöðin Ósey í
Hafnarfirði í notkun nýbyggingu á nýja hafnarsvæð-
inu við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin er um 3500
fermetrar að gólffleti og er hluti þessarar aðstöðu í
háu húsi þar sem hægt verður að taka skip upp á
lyftu og í hús. Nýbygging Óseyjar hefur risið með
miklu hraði enda varð fyrirtækið fyrir áfalli fyrir
rösku ári þegar húsnæði þess á Hvaleyrarholtinu
brann tii kaldra kola. Þrátt fyrir brunann hefur Ósey
afgreitt nýsmíðabáta á árinu og sinnt öðrum verk-
efnum en tilkoma nýju aðstöðunnar breytir miklu
fyrir fyrirtækið.
„Já, það er ljóst að þessi nýja aðstaða breytir
miklu fyrir okkur og er kærkomin" segir Hallgrímur
Hallgrímsson. framkvæmdastjóri Óseyjar, í samtali við Ægi. Hann segir að af-
kastagetan aukist hjá fyrirtækinu með tilkomu nýja hússins og ætlun Óseyjar-
manna er að halda áfram á sömu braut og verið hefur. þ.e. að leggja áherslu á
nýsmíði fyrir bátaflotann. Strax eftir áramót verður hafist handa við smíði á
nýjum báti fyrir Geir ehf. á Þórshöfn, en þar er um að ræða um 140 tonna skip.
Hallgrímur Hallgríms-
son, framkvœmdastjóri
Óseyjar.
AGIR 33