Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1999, Qupperneq 37

Ægir - 01.12.1999, Qupperneq 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI r Ulfar Hauksson: Aðild íslands að ESB og íslenskur sjávarúvegur ftil viðrœðna kœmi uitt aðild ís- lands að ESB er ekki raunhceft aðgera ráð fyrir að íslendingar gœtu staðið utan við sjávarútvegsstefnu ESB til frambúðar. Unt þetta er þó ekkert hcegt að fullyrða. Spumingin er liins vegar sú hvort íslendingar geti tryggt forrœði sitt yfir fiskimiðunum innan stefnunnar í samningaviðrœð- um. Ef til aðildarviðræðna kæmi er lík- legt að markmið íslendinga yrðu í grundvallaratriðum þau sömu og Norðmanna, þ.e. að tryggja veiði- möguleika íslendinga til frambúðar og áframhaldandi ábyrga stjórn fisveiða innan íslenskrar efnahagslögsögu. Áherslur íslendinga yrðu samt að mörgu leyti aðrar en Norðmanna og á það sér efnahagslegar og landfræðileg- ar skýringar. Hlutur sjávarútvegs í vöruútflutningi Norðmanna er rétt um 7% á meðan hanh er um 75% af vöruútflutningi íslendinga. íslending- ar myndu því leggja áherslu á að um þjóðarhagsmuni væri að ræða en ekki svæðisbundna eins og Norðmenn gerðu. Norðmenn deila fiskistofnum með ESB þar sem efnahagslögsögur þeirra og sambandsins liggja saman. Efnahagslögsaga íslendinga liggur hvergi að efnahagslögsögu ESB og eru flestir nytjastofnar innan íslenskrar lögsögu staðbundnir. Á milli íslend- inga og ESB eru því engir samningar í gildi um nýtingu á deilistofnum í lög- sögu hvors annars líkt og er á milli 3. GREIN Hér birtist þriðja greinin í þessum greinarflokki þar sem höfundur varpar Ijósi á Evrópusambandið, stefnu þess í sjávarútvegsmálum og stöðu Islands gagnvart Evrópusambandinu með tilliti til aðildar. „Eftil aðildarviðrœðna kœmi er líklegt að markmið íslendinga yrðu í grundvallaratrið- um þau sömu og Norðmanna." Norðmanna og sambandsins. Samn- ingsstaða íslendinga er því töluvert frábrugðin samningsstöðu Norð- manna. Veiðiréttindi og aflahlutdeild í tengslum við EES-samningin gerðu íslensk stjórnvöld samning við ESB um gagnkvæm fiskveiðiréttindi og hefur ESB rétt til að veiða allt að þrjú þúsund tonn af karfa á afmörkuðu svæði í íslenskri lögsögu. Á móti fá ís- lendingar 30 þúsund tonn af loðnu sem ESB hefur fengið frá Grænlend- ingum. Um veiðar ESB gilda strangar reglur og hefur eftirtekjan verið rýr. Hvað varðar aðrar veiðiheimildir ESB á íslandsmiðum þá höfðu Beigar um tíma rétt til að veiða allt að fjögur þús- und tonn af botnfiski hér við land. Síðustu árin náðu þeir einungis að nýta rúm þúsund tonn. Sú veiði- reynsla sem ESB hefur innan íslenskrar lögsögu, og byggt yrði á við úthlutun kvóta, er því sáralítil. Reglan um hlut- fallslegan stöðugleika myndi því tryggja að lítil breyting yrði á úthlut- un veiðiheimilda til íslenskra skipa í íslenskri lögsögu. f aðildarviðræðum má slá því föstu að krafa íslendinga yrði sú að afla- heimildir ESB myndu ekki aukast frá því sem nú er. Þessi krafa er sambæri- leg þeirri sem Norðmenn settu fram en þeim tókst að tryggja svo til óbreytta stöðu mála frá EES-samn- ingnum. Leiða má líkum að því að ESB myndi gera kröfu um að því yrði gert tæknilega mögulegt að veiða þau þrjú þúsund tonn af karfa sem það hefur rétt á samkvæmt EES-samningnum. Líkleg niðurstaða í aðildarviðræð- um yrði sú að ESB yrði gert tæknilega mögulegt að veiða upp í ákvæði EES- samningsins. í stað þess að semja um -------------------- ÆGín 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.