Ægir - 01.12.1999, Side 40
• *
„Á íslandi er starfandi þróunarsjóður sjávarútvegsins sem hefur í raun sama hlutverk og styrkjakerfi ESB, þ.e. að draga úr afkastagetu í
greininni - stuðla að vöruþróun, markaðssetningu og nýsköpun í sjávaraútvegi. Það eru því miklar líkur á að framlög þróunarsjóðsins
•yrðu skoðuð sem mótframlag Islands á móti framlagi ESB til sjávarútvegs," segir greinarhöfundur.
mun íslenskur sjávarútvegur verða
styrkhæfur samkvæmt almennum
reglum sem í gildi eru um þróunar-
sjóði sambandsins. Nánari skilgreining
á rétti íslensks sjávarútvegs til fjár-
stuðnings færi fyrst og fremst eftir því
hvernig ísland yrði skilgreint sem
efnahagslegt þróunarsvæði. Það yrði
gert í aðildarsamningnum og er því
samningsatriði. Það má gera því skóna
að ef íslendingar myndu leggja fram
þróunaráætlun um niðurskurð flotans
gætu þeir átt von á styrkjum í tengsl-
um við það verkefni. Þar að auki
mætti vænta stuðnings við uppbygg-
ingu á atvinnustarfsemi í þeim byggð-
arlögum þar sem röskun hefur orðið á
atvinnulífi í kjölfar samdráttar í sjávar-
útvegi. Þá má ætla að styrkir fengjust
til uppbyggingar og endurbóta á hafn-
araðstöðu, til verndunaraðgerða, fisk-
eldis og til sértækra aðgerða eins og
könnunarleiðangra, tilraunaverkefna
og tilraunaveiða. Að auki ættu íslend-
ingar að eiga kost á styrkjum til vöru-
þróunar og markaðsmála í sjávarút-
vegi. Styrkveitingarnar væru svo háðar
mótframlagi stjórnvalda og greinar-
innar sjálfrar en almenna reglan er sú
40 MjiIIR ------------------------
að þau nemi um helmingi af heildar-
upphæð.
Á íslandi er starfandi þróunarsjóður
sjávarútvegsins sem hefur í raun sama
hlutverk og styrkjakerfi ESB, þ.e. að
draga úr afkastagetu í greininni -
stuðla að vöruþróun, markaðssetningu
og nýsköpun í sjávaraútvegi. Það eru
því miklar líkur á að framlög þróunar-
sjóðsins yrðu skoðuð sem mótframlag
íslands á móti framlagi ESB til sjávar-
útvegs. Nú er hins vegar ljóst að varla
verður framhald á starfsemi þróunar-
sjóðsins en ég tek hann sem dæmi um
hvernig þetta gæti virkað.
Framkvæmd fiskveiðistjórnunar
-tillit tekið til brýnna hagsmuna-
Þróun sjávarútvegsstefnu ESB sýnir
ljóslega að engar reglur eru meitlaðar í
stein. Stefnan hefur tekið breytingum
og undanþágur hafa verið gerðar til að
ná fram sáttum og til að koma til móts
við ólíka hagsmuni aðildarríkja.
Reglan um jafnan aðgang allra að-
ildarríkja að fiskimiðum hvors annars
er ein af mörgum birtingarmyndum
pólitísks eðlis ESB. Ákvæðið var sam-
þykkt árið 1970 áður en aðildarvið-
ræður hófust við Bretland, írland,
Danmörk og Noreg. Markmið þáver-
andi aðildarríkja var að tryggja sér að-
gang að fiskimiðum umsækjendanna.
Ríkin sem sóttust eftir aðild höfðu öll
töluverðra hagmuna að gæta á sviði
sjávarútvegs og töldu sig ekki geta fall-
ist á ákvæðið um jafnan aðgang að
óbreyttu máli. Aðildarríkin voru því
vart búin að setja stafina sína undir
það plagg þegar ákveðið var, að kröfu
þeirra ríkja sem sóttust eftir aðild, að
gera undanþágu fyrir svæði sem sér-
staklega eru háð sjávarútvegi. Frá ár-
inu 1983 hefur meginreglan um jafn-
an aðgang sætt verulegum takmörk-
unum. Birtast þær m.a. í því að að-
gangur að veiðisvæðum er bundinn
kvóta sem aftur byggir á veiðihefð.
Þetta gerir það að verkum að íslend-
ingar fengju svo til allan þann kvóta
sem heimilt yrði að taka úr sjó við
strendur íslands. Ákvörðun um heild-
arafla á íslandsmiðum yrði tekin í ráð-
herraráðinu þar sem stuðst yrði við
ráðleggingar færustu vísindamanna.
Engin ástæða er til að ætla að önnur
sjónarmið en íslendinga yrðu ráðandi
við þá ákvarðanatöku þar sem engin