Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1999, Page 43

Ægir - 01.12.1999, Page 43
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Frá línuveiðum til togveiða66 - útgerðarsaga að vestan Sögufélag ísfirðinga hefur sent frá sér bókina „Frá línuveiðum til togveiða. Þœttir úr sögu útgerðar á ísafirði frá 1944 til 1993". Bókin er skrifuð afjóni Páli Halldórssyni fyrr- verandi framkvœmdastjóra Norður- tangans hf. á ísafirði og kunnum áhugamanni um þjóðlegan fróðleik og sjávanítvegsmál. Bókin fjallar eins og nafnið bendir til um viðburðaríka sögu útgerðar á ísafirði 1944 til 1993. Það tímabil, sem bókin fjallar um, er ekki aðeins við- burðaríkt í útgerðarsögu ísfirðinga heldur einnig útgerðarsögu lands og þjóðar. í bókinni er fyrst kynnt hvern- ig ástatt var með útgerð lýðveldisárið, en síðan er þróunin rakin allt til 1993, þegar togaravæðingin hefur fest sig í sessi sem helsta form útgerðar á svæð- inu. Það fer vel á því að gera útgerð og sjósókn á tímabilinu frá stríðslokum skil í bók sem þessari. Á þessum tíma hafa orðið meiri og örari breytingar en á nokkru öðru tímabili íslandssögunn- ar. í bókinni er sagt frá upphafi rækju- veiða, útgerð nýsköpunartogaranna, uppbyggingu bátaflotans og skuttog- aravæðingunni, breytingu á veiðarfær- um og búnaði, útfærslu landhelginar úr 3 sjómílum í 200, misjöfnu gengi í efnahagsmálum, gengisfellingum og öðrum efnahagsúrræðum, einstaka skipskomum, helstu forvígismönnum o.fl.; allt þetta er að finna í bókinni og gerð er grein fyrir einstaka viðburðum og tímabótum. Reynt er að rekja or- sakir og afleiðingar ýmissa aðgerða sem gripið var til bæði heima í héraði og á æðri stjórnstigum og getið er fjölda einstaklinga sem komið hafa við sögu. Bókina prýðir fjöidi mynda bæði svarthvítra og í iit auk þess sem línurit og kort eru birt eftir því sem við á. Þessi grein er ekki ætluð sem úttekt á bókinni „Frá línuveiðum til tog- veiða" heldur er hún fyrst og fremst skrifuð til þess að vekja athygli á fróð- legri bók sem vekur aðdáun fyrir glæsilega uppsetningu, útlit og efnis- tök. Efni bókarinnar höfðar til allra áhugamanna um íslenskan sjávarút- veg og ættu þeir ekki að láta hana fram hjá sér fara. Jón Páll Halldórsson á heiður skilið fyrir framtak sitt. Bókin er eins og áður sagði gefin út Jón Páll Halldórsson, með bók sína um útgerð á ísafirði. af Sögufélagi ísfirðinga, umbrot ann- aðist H-prent og hún er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Pétar Bjamason ^tarfsfóCC CA-Co/CPCastos sencCír sjómönnum,físCvínnsCu- fóCCá ogfjöCskyCcCum feírra um CancCaCCt, Cestu jóCa- og nýárs- Cveðjur meðföCC um samstarfíð á árínu sem er að Cíða. AKO/Plastos ^wast piístos Norðurland » S: 460-6500 « Fax: 460-6501 Suðurland • S: 580-6500 • Fax; 580-6501 www.akoplastos.is • gisli@akoplastos.is Sameinað öflugt fyrirtæki NGm 43

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.