Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1999, Page 48

Ægir - 01.12.1999, Page 48
Fyrirtœkið Nortek beinir kastljósi sínu að brunaviðvörunar- og öryggismálum um borð í skipum: Nauðsynlegt að huga að brunavörnum á sjónum -segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri og rafmagnstœknifrœðingur Að mínu mati halda útgerðir bet- ur á brunavamamálum í skip- um en á árum áður. Hins vegar er komið að endurnýjun í mörgum skip- atina og boðað hefur verið með reglu- gerð að á nœsta ári skuli öllum Hallon slökkvimiðlum skipt út fyrir ötinur vistvœnni slökkviefni um borð í skipum yfir 60 metrum. Þetta mun kalla á umtalsverðar aðgerðir hjá mörgum skipum og þessum útskipt- um á slökkvimiðlum, sem og öðrum verkefnum á sviði brutiavarnamála um borð, cetlum við í vaxandi tnceli að sittna," segir Björgvin Tómasson, framkvasmdastjóri Nortek - öryggis- kerfa í Reykjavík. Fyrirtcekið kynnti á sjávarútvegssýningunni í haust þjón- ustu sína á þessu sviði og Itefur t kjöl- farið untiið að verkefnum fyrir marg- ar útgerðir og tn.a. selt brtinaviðvör- uiiar-, slökkvi- og myndavélakerfi t eitt afþeim fjölveiðiskipum sem nú eru í smíðum erlendis fyrir ísienskar útgerðir. Björgvin segir að þættir sem snúi að brunavarna- og öryggismálum séu einn af þeim liðum sem útgerðir horfi til varðandi bættan aðbúnað um borð. „í nýjum skipum viljum við gjarn- an koma að málum á hönnunarstig- inu og hanna brunaviðvörunar-, slökkvi- og öryggiskerfi um borð en þessa hönnunarvinnu bjóðum við einnig fyrir öll önnur skip," segir Björgvin. Mesta áherslan á brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi og myndavélakerfi Nortek var stofnað árið 1996 á Akur- eyri og starfaði fyrstu tvö árin ein- göngu þar í bæ en flutti þá höfuð- stöðvar á Bíldshöfða í Reykjavík. Eftir sem áður er starfsmaður í vinnu á Ak- ureyri en fimm starsmenn til viðbótar í Reykjavík. Björgvin segir að hvað út- gerðirnar snerti leggi Nortek mesta áherslu á brunaviðvörunar-, slökkvi- og myndavélakerfi fyrir skip. Einnig nefnir hann hleðslustöðvar, vara- aflgjafa og neyðarljós. „Hvað slökkvikerfin varðar er í dag mikil umræða um slökkvimiðlana og áhrif þeirra á umhverfið, og sérstak- lega ósonlagið. Fimm tegundir slökkvimiðla eru í notkun í dag, þ.e. C02, Inergen, Argonite, Argotec og Halotron IIB. Þetta eru miðlar sem hafa mismunandi eiginleika gagnvart því að slökkva eld og þá kemur í okkar hlut að ráðleggja kaupendum hvaða slökkvimiðla skuli kaupa og bendum við sérstaklega á mismunandi slökkvi- tíma efnana," segir Björgvin. Björgvin Tómasson, framkvœmdastjóri Nortek, með stýribúnað fyrir eldvarttakerfi. rnm

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.