Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1999, Page 57

Ægir - 01.12.1999, Page 57
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Dönsk stórlúða Skipverjar á dönskum fiskibát trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir innbyrtu nýlegar 115 kílóa lúðu sem var meira en tveggja metra löng og mest 40 cm á þykkt. Lúðan var seld á fiskmarkaði í Hirtshals á metverði, um 130 þúsund ÍSK, eða um 1130 ÍSK kílóið. Lúðan var talin um 50 ára gömul. Forsvarsmenn stórmarkaðarins sem keypti Iúðuna segjast munu skera flökin í meðfærilega bita og kaupendur muni fá ýmiss konar uppskriftir í kaupbæti. (Seafood Intemational) Fíkniefnafiskur- í Frans REVTINGUR Franskir lögreglumenn fundu nýlega 23 tonn af marijúana falin í 170 tonnum af fiski þegar þeir fóru um borð í skip við höfnina í Boulogne. Sagt er að söluverð smyglgóssins hefði numið um 165,6 milljörðum ÍSK. I áhöfn skipsins, sem lögreglan hafði fylgst með, voru 11 Lettar, 2 Pólverjar og einn Eistlendingur. Efninu hafði verið skipað um borð í Marokkó. Síðan sigldi skipið til Kanaríeyja og þaðan til áfangastaðar, Tallinn í Eistlandi. (Seafood International) Sigmund hf. óskar útgerð og áhöfn til hamingju meó Friörik Bergmann SH - 240 sem er útbúinn Sigmunds- sjósetninarbúnaði ► Skólavegur 1 ► 900 Vestmannaeyjar ► Sími: 481 3080 ► www.sigmund.is ► sigmund@sigmund.is AGÍU 57

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.