Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1999, Side 60

Ægir - 01.12.1999, Side 60
Almennt Friðrik Bergmann SH er 19,40 metra langt, alhliða fiskiskip. Það er með eitt heilt þilfar frá skut til stefnis. Skipið er flokkað og byggt samkvæmt reglum Det Norske Veritas og Siglingastofnun- ar íslands. Skrokkur skipsins er úr stáli. Skipið er með perustefni og framhallandi og úthallandi stefni. Skipið er hannað með kjölhalla og er bandabil 500 mm. Að öðru leyti er skrokkur skipsins hannaður á hefðbundinn hátt. Skipið er með þverstæðum skut. Það er málað með Hempels skipa- málningu frá Slippfélaginu málningar- verksmiðju. Málun skipsins var í höndum starfsmanna Daníelsslipps. Aðalvél Aðalvél skipsins er 471 hestafla vél frá Heklu hf., af gerðinni Caterpillar. Við hana er niðurfærslugír með innbyggð- um aflúttökum. Skrúfubúnaður samanstendur af fjögurra blaða skiptiskrúfu og kemur frá Mekanord, sem og niðurfærslugír- inn, en það er Vélasalan sem er um- boðaðili þessa búnaðar hérlendis. Tvær 38 kW Perkins ljósavélar eru í skipinu og eru þær á gúmmípúðum með Newage Stamford rafölum. Þessi búnaður kemur frá Marafli ehf. Raf- lagnir í skipinu voru í umsjón Rafboða í Garðabæ, um innréttingasmíð og tré- smíðavinnu sá Trésmiðjan Brim í Hafnarfirði og Sínus hf. annaðist hönnun stjórntækjapúlts í brú. Vindubúnaður í skipinu eru tvær togvindur af gerð- inni Ósey 1100x1500x275 / 3 ltr. Tog- kraftur er 7 tonn við 210 bör. Fjarstýr- ingar fyrir togspil eru í brú. Dælur eru af gerðinni Denison T6cc og T6c, tengdar niðurfærslugír. Ennfremur er akkerisspil staðsett á bakkadekki og voðarvinda á toggálga. Óskum útgerð og áhöfn Friðriks Bergmanns SH 240 til hamingju með nýja skipið. Við sáum um hönnun, gerð teikninga og eftirlit með verkinu. SKIPA- OG VÉLATÆKNI ehf RÁÐGJÖF, HÖNNUN OG EFTIRLIT Hafnargötu 60, pósthólf 38 Keflavík Sími: 421 5706, Fax: 421 4708 60 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.