Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1999, Síða 61

Ægir - 01.12.1999, Síða 61
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Helstu mál og stærðir Mesta lengd............................................................19,40 metrar Lengd p.p..............................................................16,40 metrar Breidd................................................................. 5,00 metrar Dýpt................................................................... 2,60 metrar Karafjöldi í lest.....................................................32x660 lítra Brennsluolía....................................................11000 lítrar Ferskvatn...............................................................5000 lítrar Flokkun.........................Det Norske Veritas/Siglingastofnun (slands Fjöldi í áhöfn.............................................................5 manns Aðalvél..................................................................500 hestöfl Ljósavélar...............................................2 stk. 38 kW hver Skrúfubúnaður....Niðurfærslugír og 4 blaða skiptiskrúfa 1380 mm, í þvermál íbúðir fbúðarými er skipt upp í 3 hluta; brú, rými á aðalþilfari og íbúðarými neðan aðalþilfars. Á aðalþilfari eru brú og inngangur í framskip. Neðan aðalþilfars er einn 4 manna svefnklefi og einn 1 manns svefnklefi, eldhús og borðsalur og salerni. Lofthæð í íbúðum er 2,2 metrar. Stýrisbúnaður Stýrisblað er ca. 1,4 m2. Stýrisblað er tvöfalt plötustýri og með leiðiplötum á móts við skrúfu að ofan og neðan og V-kanti á afturbrún til að auka stýris- hæfni skipsins. Stýrið er frá skipa- smíðastöðinni Ósey en stýrisvélin frá Stýrisvélaþjónustu Garðars Sigurðs- sonar. Lest, einangrun og klæðning Lest skipsins er einangruð með urethan kvoðu. Loft og veggir eru klædd með ryðfríum stálplötum. Á gólfi hennar eru rifflaðar álpiötur sem skrúfaðar eru á stálramma með ryðfrí- um skrúfum. Lest er hönnuð til að bera samtals 32 660 lítra fiskikör, 4 stk. á breiddina, 4 stk. á lengdina og 2 stk. á hæðina, Tankar Að framan í perustefni er trimmtankur fyrir sjó. Fyrir aftan hann og fyrir neð- an íbúðarými er vatnstankur sem nær á milli banda no. 28 og no. 32. Vatns- tanki er skipt með langþili eftir miðju skipsins. Aftan við vatnstank er þurrrými á milli banda no. 26 og no. 28. Þar fyrir aftan er WC-tankur. Fyrir aftan hann er síðan eldsneytisolíutankur, og nær hann á milli banda. WC-tanki og elds- neytisolíutanki er sömuleiðis skipt með langþili eftir miðju skipsins. í vélarúmi eru 2 eldsneytisolíutank- ar sem ná upp undir þilfar skipsins. í vélarúmi em einnig tankar fyrir háþrýstiolíu, smurolíu og spilliolíu. í skut skipsins eru síðan tveir trimmtankar sem ná frá skut og að bandi no. 1. Þessum tönkum er skipt með langþili eftir miðju skipsins. Allir tankar eru með mannopum, áfyllingu, öndunarrömm og nauðsyn- legum tengibúnaði til aftæmingar. Vatnsþétt þil Eftirtalin vatnsþétt þil eru staðsett neðan aðalþilfars: Árekstraþil á bandi no. 32, sem jafnframt er fremra þil íbúðarrýmis. Þetta þil nær upp að þilfari/bakka- dekki. Fremra lestarþil á bandi no. 21 og aftara lestarþil/fremra vélarúmsþil á bandi no. 10. Aftara vélarúmsþil er á bandi no. 2. Aðalþilfar er heilt þilfar frá skut og fram í stefni með upphækkun á bandi no. 21. Aðalþilfar er styrkt með lang- bitum af nægjanlegri stærð svo hægt sé að komast hjá því að styrkja með stoðum í lest skipsins. Tæki í brú Eftirfarandi tæki eru í brú skipsins: • FURUNO radar, 36 mílur með 10" skjá • SKANTI VHF talstöð • SKIPPER ET-128 M 1 dýptarmælir, 38/50 kHz, 2 botnstykki • GPS valsat 03 með Ieiðréttingu • GPS valsat 2008 tengist sömu leið- réttingu • Farsími • Bíltæki með CD spilara, 2 hátalar- ar í borðsal • Bíltæki með CD spilara, 2 hátalar- ar í brú • Straumbreytir fyrir bíltæki 24/12 • 1 stk. brúarstóll frá Marafli Ennfremur loftnet fyrir talsstöðvar, VHF, GMDSS, farsíma, útvarp og sjón- varp. Öryggisbúnaður Tveir björgunarbátar eru staðsettir á hvorri hlið skipsins. Annar er staðsett- ur SB-megin á brúarþaki og er með sleppibúnaði, en hinn er staðsettur BB-megin framan við vélarúmskappa. Brunaviðvörunarkerfi er í íbúða- rými, brú og vélarúmi. Kerfið saman- stendur af stjórnbúnaði og tveimur greinum, önnur fyrir vélarúm og hin fyrir íbúðarými ásamt reyk- og hita- skynjurum, viðvörunarbjöllum og handvirkum brunaboðum. Kerfið er tengt við 24V rafkerfi skipsins og rafgeymum fyrir neyðar- lýsingu sem varaafli. Stjórnbúnaður er í brú. Annar björgunarbúnaður um borð er í samræmi við kröfur og reglur flokkunarfélags skipsins. MjiIR 61

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.