Ægir - 01.09.2000, Qupperneq 14
ERLENT
Styrkir Evrópusambands
til fiskveiða skaðlegir
Alþjóða viðskiptamálastofnunin telur að
stuðningur ES við fiskveiðar skaði sam-
keppni. Talið er að stofnunin muni rök-
styðja álit sitt með því að fiskiskipafloti
ES landanna sé of stór miðað við fiski-
stofnana. Auk þess er búist við að stofn-
unin gagnrýni styrkveitingar til endur-
smíði og nýsmíði skipa, endurnýjunar
búnaðar, eldsneytiskaupa og styrki vegna
hækkunar verðlags.
Samkvæmt norska blaðinu Fiskeritid-
ende má ætla að kostnaður ES vegna fisk-
veiðistefnu sinnar nemi nú um 60 millj-
örðum íslenskra króna, en Evrópuráðið
hefur fuilan hug á því að lækka hann.
Það veldur vandræðum að stuðningur
við fiskveiðar er ekki eins vel skilgreind-
ur og stuðningur við landbúnaðinn. Skil-
greininguna þarf að endurskoða og rétt-
læta bæði stjórnmálalega og félagslega.
Ekki er nákvæmlega vitað að hve
miklu leyti sjómenn njóta góðs af því fé
sem ES leggur til fiskveiða í einstökum
löndum, en ljóst er að Portúgal, og í enn
ríkari mæli Spánn, eru orðin mjög háð
heimildum til veiða á miðum sem aðrar
þjóðir ráða.
Innan ES eru uppi raddir um að sjá
þurfi til þess að féð nýtist sem allra best
og jafnvel að útgerðir í þeim löndum sem
styrk fá, greiði sjálfar hluta af gjaldinu
fyrir veiðiheimildir utan heimamiða, sem
alls nemur meira en þriðjungi af því fé
sem ætlað er til styrktar sjávarútvegi í
sambandslöndunum. Stór hluti fjárins
rennur reyndar sem beinn þróunarstyrkur
til þeirra landa sem skemmst eru á veg
komin í veiðum og vinnslu sjávarafurða.
Geta hákarlar dáið
úr krabbameini?
í mörgum löndum segir þjóðtrúin að
hákarlar geti ekki fengió krabbamein.
Þetta hefur verið notað til að auglýsa
hákarialýsi sem vörn gegn sjúkdómn-
um.
Rannsóknir amerisks visindamanns,
John C. Harshbarger við Georgs Was-
hington University hafa ieitt i Ljós að
bijóskfiskar, þar á meðal hákariar og
skötur, geta fengið minnst 40 tegundir
krabbameina. Tvö þeirra hafa ekki
fundist fyrr, nýrnakrabbamein og bióð-
krabbamein, í tveimur tegundum há-
karis.
Harshbarger trúir þvi ekki að neysia
hákaris og skötu minnki Líkur á því að
menn fái krabbamein, og segir að það
sé áiika gáfuiegt og borða kanínukjöt
tii að geta hiaupið hraóar.
Niðurstöður rannsókna þessara hafa
kaiiað á hörð viðbrögð þeirra sem trúa
þvr' að hákarisneysia minnki Líkur á
krabbameini í mönnum.
WiLLiam Lane er höfundur bókarinnar
„Enginn hákari fær krabbamein". Hann
segir það hárrétt hjá Harshbarger að
hákarlar geti fengið krabbamein og
hann hafi enda skrifaó það í bókinni en
útgefandinn hafi tekið þaó upp hjá
sjálfum sér aó stytta nafn hennar, sem
frá sinni hendi hafi verið „Næstum eng-
inn hákarl fær krabbamein". Lane segir
þaó aóaiatriðió að tíðni sjúkdómsins sé
mikiu minni meóai hákarla en nokkurr-
ar annarrar dýrategundar. Um það efast
hins vegar Harshbarger og bendir á að
það hafi aidrei verið rannsakað á kerf-
isbundinn hátt og því ósannað mái.
Mynd: Þorgeir Baldursson
Samkvæmt norska blaðinu Fiskeritidende má ætla aó kostnaður ES vegna fiskveiðistefnu sinnar nemi
nú um 60 milljörðum islenskra króna.
VIÐ ÓSKUM ÚTGERÐ 0G AHÖFN VILHELMS ÞORSTEINSSONAR EA-11
TIL HAMINGJU MEÐ ÞETTA GLÆSILEGA SKIP SEM M.A. ER
MEÐ SIGMUNDS SJÁLVIRKAN SLEPPIBÚNAÐ
FYRIR GÚMMÍBJÖRGUNARBÁTA
Vilhelm Þorsteinsson EA-11
^r,,ra^
apg:
ICE FBESH
ÞOR ehf
vélaverkstæði
Pósthólf 133
sí 902 Vestmannaeyjar ES
ÚTGERÐARMENN Sími 481-2111
LEITIÐ fax 481-2918
TILBOÐA Email : thorvel@isholf.is