Ægir - 01.09.2000, Page 22
Myndir: Þórhallur Jónsson
Hátíðleg móttökuathöfn er Vilhelm Þorsteinsson EA 11 lagðist að bryggju:
Byltingarkennt fjölveiði-
skip í íslenska flotann
„Það er staðreynd að þrátt fyrir þær stórstígu breytingar
sem átt hafa sér stað í íslensku atvinnulífi á undanförn-
um áratugum er sjávarútvegur enn sem fyrr undirstöðu-
atvinnuvegur þjóðarinnar og verður það væntanlega
áfram um langa framtíð," sagði Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., við komu fjölveiði-
skipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA 11.
hvort tveggja með því að hafa lagt í smíði
þessa mikla og glæsilega skips, Vilhelms
Þorsteinssonar EA 11. Við vonum og trú-
um því að þessi mikla fjárfesting muni
reynast félaginu farsæl," sagði Þorsteinn
Már ennfremur frammi fyrir þúsundum
gesta þegar hinu nýja fjölveiðiskipi fyrir-
tækisins var fagnað á Akureyri þriðja degi
septembermánaðar. Meðal viðstaddra voru
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Valgerð-
ur Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á Ak-
ureyri og fjöldi framámanna í sjávarútvegi
og viðskiptalífi.
Vilhelm Þorsteinsson EA er fullkomið
fjölveiðiskip, búið nýtxsku vinnslulínum
hvort heldur er fyrir uppsjávarfisk eða
botnfisk. Afkastageta skipsins í frystingu
er um 120 tonn á sólarhring og burðar-
„í þessari atvinnugrein eins og öðrum er
nauðsynlegt að endurnýja atvinnutækin
og laga sig að breyttum aðstæðum. Við
hjá Samherja teljum okkur vera að gera
Mikill mannfjöldi notaði tækifærið að skoða
nýjasta skip flotans.
Séð yfir togþilfar Vilhelms Þorsteinssonar.
22