Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2000, Page 25

Ægir - 01.09.2000, Page 25
NÝTT FJÖLVEIÐISKIP „Útgerðir munu fylgjast vel með okkur" Sturla segir stærðina á skipinu gera að verkum að rúmt sé um áhöfnina á allan hátt, jafnt íbúðir sem vinnslusali. Oll hönnun miðist út frá hinni fjölhæfu vinnslugetu og það skilji skipið frá mörg- um þeim frystitogurum hér á landi sem upphaflega voru hannaðir til ísfiskveiða en var síðan breytt í vinnsluskip. Sturla var á sínum tíma á nótaveiðum á Eld- borginni en hefur lengi verið skipstjóri á Samherjafrystitogaranum Akureyrinni EA og síðan í eitt ár á Guðbjörginni IS. Undanfarna mánuði heíúr Sturla stýrt nótaskipinu Neptúnusi ÞH - „...og kynnt mér nótina á nýjan leik,“ eins og hann segir sjálfur. Sturla segir að væntanlega verði túrar á Vilhelm Þorsteinssyni EA mun styttri en á hefðbundnum frystitogurum - að lík- indum 7-15 dagar að jafnaði í uppsjávar- fiskinum. „Eg reikna hins vegar ekki með að við stoppum meira í landi en nauðsyn krefur. Þetta er dýrt skip og um að gera að halda því á veiðum eins og mögulegt er. Skipið skilar litlu meðan það liggur við bryggju," segir Sturla. „Eg vænti þess að útgerðir hér á landi muni fylgjast grannt með hvernig okkur vegnar með skipið því að vissu leyti er Samherji hf. að fara af áræði inn á nýjar brautir í útgerð án þess að nokkuð sé tryggt um hvernig til tekst. Menn þekkja til útgerða fjölveiðiskipa í Noregi og Færeyjum en þar er ekki um að ræða jafn öflug og fjölhæf skip og þetta. Hins veg- ar eru til stærri nótaskip og til að mynda var nýlega afhent eitt slíkt til útgerðar á Irlandi sem er tæplega 150 metrar að lengd, eða um helmingi lengra en Vil- helm Þorsteinsson," segir Sturla og svar- ar þeirri lokaspurningu fúslega játandi hvort ekki sé spenna að leysa landfestar og láta á nýja skipið reyna á miðunum. „Þetta er virkilega spennandi verkefni en um leið krefjandi," segir Sturla. „Draumur sjómanna að rætast" Arngrímur Brynjólfsson, sem einnig verður skipstjóri á fjölveiðiskipinu Vil- helm Þorsteinssyni tekur undir með Sturlu að því fylgi fiðringur að fara í fyrsta túr. Arngrímur hefur verið skip- stjóri á nótaskipinu Þorsteini EA undan- farin ár og er því þrautreyndur í nótaveið- inni. Hann segir breytinguna frá Þor- steini fyrst og fremst felast í stærðinni og aflinu. „Það verður virkilega gaman að komast á miðin með svona öflugt tæki í höndun- um. Okkur skipstjórnarmenn hefur auð- vitað lengi dreymt um þróun í þessa átt Vinnsluþilfarið er hlaðið tækjum en samt virðist flugnóg rými. hvað uppsjávarfiskinn varðar því breyt- ingar hafa ekki orðið stórstígar frá því frystitogararnir komu til sögunnar upp úr 1980. Við getum sagt að með fjölveiðiskipunum séu að renna saman öflug nótaskip og stórir frystitogarar og það hlýtur að vegar hagkvæmt að búa yfir skipi sem getur stundað þessar uppsjávar- og botnfiskveiðar jöfnum höndum,“ seg- ir Arngrímur og bendir á að Vilhelm Þorsteinsson sé fyrst nokkurra skipa sem nú muni koma inn í flotann búin tækjum til vinnslu á uppsjávarfiski. Sérstaða skipsins felist hins vegar í því að vera um leið öflugur frystitogari. „Eg kann ekki að meta hvort við erum á upphafsreitum nýs breytingaskeiðs, líkt og fylgdi í kjölfar fyrstu frystitogaranna. Mér finnst það þó vafamál, einfaldlega vegna þess að fjölveiðiskip verður að byggja frá grunni. En hvað snýr að rekstr- aröryggi fjölveiðiskipa þá hlýtur það að vega mikið vegna þeirra möguleika sem þau bjóða uppá,“ segir Arngrímur. „Eg held að stærðin, aflið og vinnslu- möguleikarnir verði þau atriði sem okkur bregður mest við frá því sem var um borð í Þorsteini EA. Þessi atriði leiða af sér að allt vinnufyrirkomulag verður annað og skemmtilegra fyrir stjórnendur og alla áhöfn," bætir skipstjórinn við. WÁRTSILA [Mg® A ISLANDI Hliðarskrúfur eru frá © brunvoll í Noregi og eru af gerðinni FU-63-LTC-1550-650 kW að framan og FU-63-LTC-1750-735 kW að aftan VELAR m\ SKIP Hólmaslóð 4-101 Reykjavík - Sími 562 0095 - Fax 562 1095

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.