Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2000, Page 50

Ægir - 01.09.2000, Page 50
FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Lophius piscatoríus Skötuselur Skötuselur er stór, hausstór og kjaftvíður beinfiskur. Nafn hans er sennilega tilkomið vegna þess að lögun hans er ekki ósvipuð skötu en auk þess hefur hann stóra eyrugga sem líkjast helst sels- hreyfum. Með þeim getur hann fikrað sig áfram eftir botninum. Hausinn er breiður og flatur og mjókkar aftur eftir bolnum. Neðri skoltur teygist fram fyrir þann efri og í þeim eru beittar tennur. Augun eru smá en á hausnum hefur skötuselurinn nokkra gadda og brodda. Bakuggar eru tveir, sá fremri sam- anstendur af nokkrum broddum og á þeim fremsta er sogblaðka sem hann notar sem agn til að lokka til sín bráð. Roðið er slétt og mjúkt og hreysturlaust. Litur hans er mismunandi, brúnn eða svartur að ofan en hvítur að neðan. Skötuselur getur orðið allt að 2 m að lengd, en lengsti skötuselur sem vitað er um að veiðst hafi hér við land var 134 cm. Skötuselur finnst víða allt frá suðurströnd íslands, við Færeyj- ar, með strönd Noregs, í dönsku sundunum, í Norðursjó og í Miðjarðarhafi. Hér við land hefur hann fundist allt í kringum landið en þó lang mest við suðurströndina. Hann heldur sig á nokkru dýpi og hefur fundist á allt að 1800 metra dýpi. Fæði hans eru ýmsir tegundir fiska og krabbadýr sem hann rífur í sig með beittum tönnunum. Aðal hrygningarstöðvar hans eru suð- vestur og suður af Færeyjum og vestur af Bretlandseyjum og allt suð- ur í Biskajaflóa. Hrognunum er hrygnt í 45-90 cm breiðan borða sem getur verið 9-10 metra langur og er hrognafjöldinn um 1-1,3 milljónir. Hrognin eru að meðaltali um 4,5 mm við klak. Skötuselur getur orðið nokkuð stór og við kynþroskaaldur nær hann 75-80 cm lengd. Hér á landi er lítið veitt af skötusel með- al annars vegna þess að stofninn er ekki stór en aflinn er mest fluttur út fyrskur til Svíþjóðar og Belgfu. KR0SSGÁTAN Fiskur S þtjkkic Ly9< M argir Fy rir stundu Vol Kona iéUgu Samhl■ Band Slamar Tcn p- a&Li Hrce- fuqlum Til gV-ír BlótLS Kvi k Fiskdr 7. H. Gila&an 1. Fceáo. T i'áci FjaLt s » Fíámaf \[a’Lurv\ Eins s » Svallor Mócúrin v \/ : * Bar Mann > 5- FjóSi . * U tcinn McerÁaf- futl 7- 2- lónaÁar- mann 3. \J v uu ; Vrábtitur þjcáaf- /naáar » to. : * Beita tfonQ Semt 9. > m

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.