Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Síða 6

Ægir - 01.12.2000, Síða 6
Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands Aldahvörf - sjávarútvegur á tímamótum Sjónvarpið hefur lokið sýningum á þáttaröð Páls Bene- diktssonar, fréttamanns, Aldahvörf - jjávarútvegur á tímamótum. Það er ljóst að gerð þáttanna hefur verið mikið þrekvirki og á Páll og þeir sem með honum hafa starfað, þakkir skildar fyrir framtakið. Vitaskuld eru þættirnir ekki gallalausir og margt af því sem kom fram hefur verið gagnrýnt enda margt í sjávarútvegi sem menn greinir á um. I heild sýna þættirnir þó að ís- lenskur sjávarútvegur er nútímaleg og alþjóðavædd at- vinnugrein. Greinin hefur tekið í notkun allt það nýjasta og besta í tæknibúnaði og er hátæknigrein þrátt fyrir að standa styrkum stoðum á gömlum grunni. Islenskur sjávarútvegur býr yfir mörgum möguleikum. I greininni eru aðlaðandi tækifæri fýrir ungt og efnilegt fólk til að starfa að spennandi við- fangsefnum og sú þekking sem býr í greininni getur orðið - og er þegar orðin - mikilvæg söluvara á alþjóða- markaði. Það eru allar forsendur fyrir því að sjávarút- vegurinn verði áfram framsækin atvinnugrein og burðarás í íslensku þjóðfélagi. Það er full þörf á að staldra við þetta. Það er vinsælt um þessar mundir að benda á minnkandi efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegsins. Það er þó ljóst að minnk- andi mikilvægi í hagtölum kemur ekki til af því að sjávarútvegur sé að minnka að umfangi. Virðisauki í greininni undanfarin áratug hefur verið ótrúlegur mið- að við þann samdrátt í þorskveiðum sem við höfum mátt búa við, en þorskurinn hefur alltaf verið verð- mætasti nytjastofn okkar. Hlutur sjávarútvegs í efna- hagslífinu er að minnka vegna aukningar í öðrum og gjarnan nýjum hátæknigreinum. Sjávarútvegurinn stendur áfram fyrir sínu. Það er mikilvægt að almenningur og ungt fólk, sem er að velta fyrir sér möguleikum sínum í framtíðinni, átti sig á þessari stöðu sjávarútvegsins. Islenskur sjáv- arútvegur er í raun mikilvægasta og öflugasta há- tæknigrein landsins. Greinin mun í framtíðinni bjóða upp á framsækin og metnaðarfull störf á mörgum svið- um og tækifæri fýrir ungt og menntað fólk verða óþrjótandi. Islenskur sjávarútvegur er því langt í frá að vera stöðnuð gömul atvinnugrein. Hann er miklu fremur nútímaleg alþjóðleg atvinnugrein. Þættir Páls Benediktssonar vörpuðu nokkru ljósi á þessa staðreynd. Það er vel og er full réttlæting á þátt- unum þótt mönnum hafi greint á um einhver efnisat- riði. Rétt er að benda á að það er mikilvægt hlutverk sjávarútvegsins og samtaka innan greinarinnar að halda á lofti jákvæðri fræðslu um greinina og stuðla að upplýsandi umræðum. Islenskur sjávarútvegur þarf á því að halda að almenningur skilji þarfir hans og eðli. Á þann hátt einan mun greinin lifa í eðlilegri sátt við þjóð sína. Ægir óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.