Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 48

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 48
I ■HiUMHVERFISMAL Mynd 7 Þróun næstu ára - eldsneytisnotkun Lítrar per kíló upp úr sjó Skipsgerð Þróun í fjölda er: Eldsneytis- notkun lítrar/kg er: Þróun í eldsneytis- notkun er: L íkleg eldsneytis- notkun ísfisk- togarar fækkun 0,43 lækkandi 0,38-0,29 Vinnslu- skip fækkun 0,71 lækkandi 0,64-0,58 Bátar > 10 brl fækkun 0,21 lækkandi 0,21-0,19 Bátar < 10 fjölgun 0,15 vaxandi 0,15 + Síldar- og loðnuskip fækkun 0,035 vaxandi 0,035 + Komunna- skip fækkun 0,089 óþekkt að 12,5% eða úr 16 tonnum í 18,5 tonn við sömu olíunotkun. I nýlegu fréttablaði John Crane Lips var kynnt samstarf milli Wartsila, Lips-propulsion og John Crane um heildarlausnir á framdrifskerfum fyrir skip. I blað- inu er sagt frá nýjum skrúfuhring sem miklar vonir eru bundnar við. í greininni kemur fram að skrúfnýtni hringsins sé 13% betri á siglingu og gefi 8% meiri bryggjuspyrnu en hefðbundnir skrúfuhringir. Miklar framfarir hafa orðið í þróun og smíði aðalvéla skipa á síðustu áratugum. Þróun elds- neytisnotkunar dieselvéla bendir eindregið til þess að eldri árgerðir eyði meiru en nýrri vélar. Eyðslustuðlar eftir árgerðum eru fengnir úr skýrslum Tækni- deildar og nýjustu eyðslustuðl- arnir eru frá vélaframleiðendum. (sjá mynd 6) Síðasti punkturinn er spáður eyðslustuðull fyrir ár- gerðina 2005 og byggir á eftirfar- andi. Orkukreppur hafa góð áhrif á eldsneytisnotkun véla. Aukin þekking og tækniframfarir hafa mikil áhrif. Nýjustu vélarnar eyða um og yfir 140 grömmum á hestaflstíma miðað við eldri vélar sem eyða frá 170 til 190 grömm- um á hestaflstíma. Handan við hornið er ný tækni við hönnun brunahólfs dieselvélarinnar. Þessi tækni fellst í því að láta tölvu lýsa með nákvæmni hvað gerist í brunahólfi vélarinnar og bæta þannig brunaferilinn með minni mengun og orkunotkun. Þróun næstu ára í elds- neytisnotkun fiskiskipa Reikna má með að olíunotkun ís- fiskstogara minnki með meiri aflaheimildum, samþjöppun í greininni og nálgist meðalnotk- unina 1990 sem var 0,38 1/kg (lítrar af olíu fyrir hvert kílógram fisks upp úr sjó). Ef endurnýjun skipanna í næstu framtíð verður eðlileg má búast við að meðal- notkunin fari enn neðar og nálgist 0,29 1/kg. Vinnsluskipin nota nú um 45% þess eldsneytis sem fiskiskipaflot- inn notar, eða 135 þúsund rúmmetra af um 300 þúsund rúmmetrum. Rækjuskipin skekkja stöðuna nokkuð, því elds- neytisnotkun þeirra miðað við hvert kílógram upp úr sjó er meiri en fiskiskipanna með vinnslu. Fækkun rækjuskipa, samfara meiri aflaheimildum á einstök skip bætir orkubúskap vinnslu- skipaflokksins. Reikna má með að olíunotkun vinnsluskipanna fari í fyrra far og verði einhvers staðar á milli 0,58 1/kg og 0,64 1/kg eins og olíunotkunin þeirra var á árun- um 1994 og ‘95. Bátum stærri en 10 brúttórúm- lestum fækkar og endurnýjun þeirra er hafin. Meðalaldur bát- anna var 26 ár árið 1997. Endur- nýjun er á bátum fyrir öll veiðar- færi, s.s. línu, net, dragnót og botntroll. Eldsneytisnotkun bátanna er 0,21 1/kg. Reikna má með lítils- háttar lækkun, t.d. 0,19 1/kg. Á móti þessari þróun vega tæpar aflaheimildir. Síldar- og loðnuskipum fækkar. Skipin eyða tiltölulega lítilli olíu. Þau eyða nú um 0,035 1/kg, en eyðslan er vaxandi með auknum veiðum í flotvörpu. Olíunotkun smábáta er nú 0,15 1/kg en fer hækkandi vegna sífellt öflugri véla. I árslok 1990 voru smábátarnir rúmlega 1650. Fjöldi þeirra hafði minnkað í 1106 báta í árslok 1997 en síðan fjölgaði aft- ur og voru bátarnir 1432 í árslok 1999, þ.a voru 305 þilfarssmá- bátar. Nýr flokkur skipa hefur bættst í fiskiskipastól landsmanna en það eru þau skip sem hefur verið breytt eða flutt inn til veiða kolmunna í flotvörðu. Fiskifélag Islands kannaði olíunotkun nokk- urra kolmunnaskipa og er notk- unin 0,089 1/kg sem er vel slopp- ið miðað við stærð vélanna í þess- um skipum, en vélastærð þeirra er allt að 7500 hestöfl. (sjá mynd 7)

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.