Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 44

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 44
UMHVER FISMÁL Orkunotkun og fískveiðar Þann 13. nóvember s.l var málstofa Lands- verndar haldin á Grand Hótel í Reykjavík. Fiskifélag íslands var þátttakandi og Guðberg- ur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Fiskifélagi ís- lands, flutti erindi um hvernig íslenski fiski- skipaflotinn nýtir eldsneytið og hvaða leiðir eru skynsamar til að minnka notkun. Eftirfar- andi er erindi Guðbergs. Það skiptast á skin og skúrir í ís- lenskri útgerðarsögu. Árið 1965 voru í fiskiskipaflota landsmanna rúmlega 800 þilfarsskip. Eftir það fækkaði þeim verulega allt þar til að skuttogaravæðingin hófst fyrir alvöru upp úr 1970. Á tímabilinu 1970 til 1974 fjölgaði skipunum um 140 og voru um 900 skip fram til ársins 1978. Eft- ir það fækkar skipum jafnt og þétt niður í um 820 skip árið 1986. Upp úr 1987 fjölgar fiski- skipum og fjöldi þeirra nær há- marki árið 1990, um 1000 skip. Þá fækkar skipunum og fæst urðu þau um 800 árið 1997. Eftir 1997 fjölgar íslenskum þilfarsfiskiskip- um. Breytingar í fjölda fiskiskipa á tímabilinu 1965 til 1999 segja sína sögu; erfiðleikatímabil og hnignun allt til ársinsl969, skut- togaravæðingin og væntingar henni tengdar, rekstrarerfiðleikar og minnkandi afli í framhaldinu, breyting skipa í vinnsluskip, út- rás á fjarlæg mið, áhrif fiskveiði- Þróun þilfarsskipa stjórnunar og loks slökun með aukningu á smíði smærri báta. Þróun afls aðalvéla fiskiskipa- flotans sýnir stíganda allt tímabil- ið og óx um 150%, eða frá 175 MW árið 1965 til um og yfir 420 MW seinni hluta txmabilsins. Stærð flotans í brúttórúmlestum óx um helming, úr rúmlega 77 þúsundum brúttórúmlestum í um í tæplega 119 þúsund brúttórúm- lestir á þessu tímabili. (sjá mynd 1) Olíunotkun flotans er vel þekkt frá árinu 1983. Hún hefur vaxið úr rúmlega 221 þúsund rúmmetr- um í rúma 296 rúmmetra árið 1999. Eldsneytisnotkun fiski- skipa varð mest árið 1996, rúm- lega 315 þúsund rúmmetrar, en eftir það minnkar olíunotkun flotans. Það vekur athygli að þetta gerist þrátt fyrir aukna sókn í uppsjávarfiskitegundir með veið- um í flotvörpu, fjölgun smábáta, endurnýjun stærri skipa, breyt- ingar og vélaskipti yfir í stærri vélar. (sjá mynd 2) Eldsneytisnotkun fiskiskipa Síðustu fjórir eldsneytispunktarn- ir á mynd 2 eru sérlega áhuga- verðir og sýna þróun sem vekja upp spurningar. Er eldsneytis- notkun fiskveiðflotans að minnka og næst markmið stjórnvalda? Stefna stjórnvalda er að tak- marka útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda þannig að árið 2000 verði útstreymið jafnt því sem var árið 1990. I raun þýðir stefna stjórnvalda að olíunotkun fiski- skipa landsmanna er fastbundin við olíunotkunina árið 1990 ef hlutföll milli atvinnugreina verða óbreytt. Ef eldsneytisnotkun flot- ans (sjá mynd 3) minnkar með svipuðum hætti, þ.e. með línu- legu sambandi á næstu árum, 44

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.