Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2000, Page 19

Ægir - 01.12.2000, Page 19
REVTINGUR urinn tók lýsisbelg daglega, annar 300 mg af E-vítamíni, sá þriðji fékk E- vítamín og lýsisbelg og hinn fjórði lyf- leysu, - töflu með engu virku efni. Eftir tvö ár kom f ljós að einungis meðal þeirra sem tóku lýsið höfðu líkurnar á því að deyja úr hjartabilun minnkað að meðaltali um 17%. E-vítamínið hafði engin áhrif. Ymsir vísindamenn telja þessar niður- stöður svo óyggjandi að þær nægi til að auglýsa megi lýsi sem hollt fyrir hjartað. Þó eru enn ekki öll kurl komin til grafar. Þótt omega-3 fitusýrurnar minnki vissulega þéttni þríglýseríða í blóðinu þá geta þær aukið þéttni LDL eða „slæms kólesteróls". Enginn veit hvort það eru skipti til ills eða góðs eða hvort hið sama gildir þar um alla. Van- færar konur ættu að vera sérlega varkárar að taka lýsi. Neysla þorskalýsis getur leitt til of stórs skammts af A-vítamíni, sem kann að valda fósturskemmdum. Sumir næringarfræðingar telja mögulegt að annar flokkur fitusýra, omega-6, sem eru í maís og mörgum jurtaolíum, gætu minnkað hin góðu áhrif omega-3 fitusýr- anna. Hér vantar enn óyggjandi stað- reyndir. „Enn eigum við langt í land með að finna lágmarksþörf líkamans fyr- ir omega-3 fitusýrur og hvort hlutfallið milli omega-3 og omega-6 skiptir sköp- um,“ er haft eftir Alice Lichtenstein, prófessor í næringarfræði við iæknadeild Tuft háskólans í Bandaríkjunum. Eitt er víst, hvort sem omega-3 fitu- sýrurnar koma úr fiski, lýsi eða töflum; þær eru ekkert töfralyf. Fæðið þarf að vera fjölbreyttara og hitaeiningaminna en gerist og gengur hjá flestum Amer- íkumönnum. Annars er vandinn vís. Byggt á grein eftir Alice Park í time Magazine. Hertar kröfur um umhverfisvernd í norsku laxeldi Fjögur norsk laxeldisfyrirtæki, Dá- fjord Laks, Nesset Fiskeoppdrett, Er- fjord Stamfisk og Aqua Gen taka þátt í umhverfisverndarverkefni, sem á að verða grundvöllur að leiðarvísi um hvernig haga skuli rekstri laxeldis- stöðva svo að þær skaði umhverfið sem allra minnst. Framleiðslustaðlarnir eru Emas og ISO 14001. Hinn fyrrnefndi er sam- þykktur af Evrópusambandinu og stöðvar sem uppfylla hann fá vottorð um það. Hingað til hafa einungis tvær norskar laxeldisstöðvar fengið slíkt vottorð fyrir hluta af starfsemi sinni, Hydro Seafood og Fjord Seafood. Þær eru hinar stærstu í Noregi, og líka þær stærstu í heimi. Oháðir eftirlitsmenn koma með jöfnu millibili í gæðavottaðar stöðvar og skoða allt það í rekstrinum sem hef- ur áhrif á umhverfið, svo sem frá- rennsli, notkun kemískra efna, útbún- að til varnar því að laxinn sleppi út og sóttvarnir. Eftirlitsmennirnir skulu votta að laxinn sé alinn á umhverfis- vænan máta. Það er norskum laxeldisstöðvum afar mikilvægt að uppfylla kröfur Emas staðalsins þar eð um 70% af útfluttum afurðum þeirra fara til Evrópubanda- lagslandanna. ISO 14001 staðallinn er annar al- þjóðlegur staðall sem nær yfir stærra svæði en er þó ekki eins mikilvægur fyrir útflutning norskra laxeldisstöðva. Staðlarnir skarast á mörgum sviðum og margar stöðvar reyna fyrst að upp- fýlla kröfur ISO 14000 og síðan Emas. Talið er að á alþjóðlegum vettvangi muni þessar aðgerðir bæta samkeppn- isstöðu norskra fiskeldisstöðva við löncl eins og Chile og Skotland þar sem lítið hefur enn verið hugað að áhrifum fiskeldis á umhverfið. Sömu- leiðis þykir sýnt að umhverfisvænar stöðvar skili meiri framleiðni þegar til lengri tíma er litið. I Noregi hafa nú 144 eldisstöðvar vottorð um að þær séu umhverfisvænar og margar þeirra ala hvítholda fisk.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.