Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2000, Page 40

Ægir - 01.12.2000, Page 40
FJÁRMÁL Arðsemi í sjávarútvegi ekki nægileg Almar Guömundsson, forstöðumaður greiníngar íslandsbanka- FBA, skrifar. Sjávarútvegur hefur lengi verið mikilvægasta atvinnugreinin á íslandi og hafa jafnan verið skiptar skoðanir um hvernig tryggja beri vöxt og viðgang greinarinnar. Hinn ungi íslenski hlutabréfamarkaður tók fljót- lega vel á móti sjávarútvegsfyrirtækjum og fjölgaði skráðum sjávarút- vegsfyrirtækjum á markaði mjög á árunum 1996 og 1997. í þessari grein er ætlun undirrit- aðs að fjalla um stöðu sjávarút- vegsfyrirtækja á hlutabréfamark- aði og er áhersla lögð á að draga fram atriði sem skýrt geta lækk- andi verð sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. I lok greinarinnar verður svo tæpt á nokkrum atriðum sem undirritaður telur skipta máli fyr- ir framtíðarhorfúr greinarinnar á hlutabréfamarkaði. Þegar fjallað er um sjávarútveg út frá sjónarhorni hlutabréfa- markaðar og fjármálafræða er áberandi hve fjármagnsfrek grein- in er. Hún útheimtir miklar fjár- festingar í varanlegum rekstrar- fjármunun (skipum, vélum og tækjum) sem leiðir síðan til þess að gera þarf miklar kröfur til að hin mikla binding fjármuna í rekstri slíkra fyrirtækja skili arði til hluthafa. Það er einnig áber- andi að greinin er ekki eins mikil- væg og áður í þjóðhagslegu sam- hengi. Hlutdeild sjávarútvegs af landsframleiðslu hefur farið úr 15% í 11% á fjórum árum og hlutdeild útflutningsverðmæta sjávarafurða hefur farið úr 50% í 44% af heildarútflutningsverð- mæti vöru og þjónustu á sama tímabili. Sjávarútvegsfyrirtæki voru einnig styrkasta stoð innlends hlutabréfamarkaðar í nokkur ár. Það er ekki lengra síðan en í byrj- un árs 1998 að markaðsverð sjáv- arútvegsfyrirtækja var u.þ.b. helmingur af heildarmarkaðsvirði á innlendum hlutabréfamarkaði. Nú, rétt tæplega þremur árum síðar, er sama hlutfall komið nið- ur í 18% af heildarmarkaðsvirði. Tvennt er mikilvægt í þessu samhengi. Annars vegar mikil gróska á hlutabréfamarkaði, sem leitt hefur til þess að félög í öðr- um greinum en sjávarútvegi hafa verið skráð á markað. Þarna skipt- ir einkavæðing fjármálafyrirtækja miklu máli. Hins vegar hefur verðþróun sjávarútvegsfyrirtækja á hluta- bréfamarkaði verið þeim óhag- stæð í samanburði við félög í öðr- um greinum þegar litið er allt aft- ur til miðs árs 1997. Markaðsvirði sjávarút- vegsfyrirtækja lækkar þriðjung á tveimur árum Þegar litið er til vísitölu sjávarút- vegs á Verðbréfaþingi Islands, sem mælir breytingar á virði sjáv- arútvegsfyrirtækja á markaði, þá kemur í ljós að vísitalan hefur lækkað um tæplega þriðjung á að- eins tveimur árum, sem er mun lakari frammistaða en á markaðn- um í heild. Urvalsvísitala VÞI hækkaði á sama tíma um 19%. Eins sést vel á Mynd 1 sýndi sjávarútvegsvísitalan mjög góða ávöxtun á árunum 1995 og allt fram á mitt ár 1997 og til að gæta sannmælis er rétt að hafa í huga hækkun á markaðsvirði er 84% á sl. sex árum, eða um 14% á ári (ekki er tekið til til arðgreiðslna). Sambærileg ávöxtun á markaðn- um í heild á sama tíma er 36% á ári. En hvað getur skýrt þessa þró- un? Hafa fjárfestar á íslenska markaðnum misst trúna á sjávar- útveginum og hver er þá möguleg ástæða þess? Miklar fjárfestingar í sjávarútvegi skila ekki nægilegum arði Til að varpa ljósi á framangreinda þróun dreg ég í Mynd 2 fram lyk- iltölur úr ársreikningum nokk- urra stærstu sjávarútvegsfyrir- Úrvaisvísitala og vísitala sjávarútvegs

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.