Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 28

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 28
ÆGISVIÐTALIÐ Við teljum raun- hæft aó fjórfalda framleiðslu lúðuseiða á Hjalteyri innan fimm ára. selja þau og fá þannig fjármuni inn í fyrirtækið. En með því að verða hreinir seiðaframleiðendur myndum við um leið missa tökin á matfiskeldinu. Og það er að mínu mati varasamt, því ég tel að innan fárra ára verði menn búnir að ná tökum á seiðaframleiðslunni í Noregi og Kanada og þá yrði það óviðunandi staða fyrir okkur hér upp á Islandi að vera einungis í seiða- framleiðslu og hafa ekkert með matfiskeldi að gera. Það myndi ósköp einfaldlega þýða að við myndum á skömmum tíma koma okkur í erfiða stöðu.“ Og í tengslum við þessi framtíðaráform, nú þegar hjólin eru farin að snúast af fullum krafti, hefur Ólaf- ur aldrei í þrettán ára sögu Fiskeldis Eyjafjarðar efast um að hann og samstarfsfólk hans væru á réttri leið? Hefur aldrei komið til greina að leggja árar í bát? „Nei, ég held að ég geti sagt með mjög góðri sam- visku að það hefur aldrei komið til greina. En því er vissulega ekki að leyna að á stundum var veggurinn því sem næst ókleifur, en þrátt fyrir það gáfust hvorki starfsmenn né hluthafar í fyrirtækinu upp.“ Þótt Fiskeldi Eyjafjarðar geti vissulega státað af einstökum árangri í lúðueldi, þá segir Ólafur Hall- dórsson, sem oft hefur verið kallaður „lúðupabbi", það fjarri lagi að öllum spurningum um framleiðslu lúðuseiða og almennt um lúðueldi sé svarað. „Það sem ég hef oftast verið óöruggur með er klakfiskur- inn vegna þess að hrognagæði og seiðaframleiðslan fer algjörlega eftir því hversu góður hann er. Við erum þess fullkomlega meðvitaðir að við verðum að eiga mikið af klakfiski og að hann verði að vera mjög góð- ur.“ Samkvæmt þeim hugmyndum sem fyrir liggja um uppbyggingu Fiskeldis Eyjafjarðar hf. til næstu ára, er Ijóst að það þarf bæði að stækka seiðaframleiðslustöðina á Hjalteyri og matfiskstöðina í Þorlákshöfn, en þar er þessi mynd tekin. Eftirsóttur matfiskur Lúða er um margt sveipuð ævintýraljóma og um hana eru til ýmsar sögur, margar æði þjóðsagnakenndar. Lúðan er dýr og eftirsóttur matfiskur, ekki síst á veit- ingahúsum í norðanverðri Evrópu og stórum hluta Bandaríkjanna. Veiðar á lúðu hafa dregist mjög saman á undan- förnum árum, sem ætti að gera það að verkum að eld- islúða hafi ákveðin sóknarfæri á markaðnum. Þegar mest var voru veidd um tíu þúsund tonn af Atlants- hafslúðu, en þau eru vart fleiri en um tvö þúsund í dag. „Við höfum ekki orðið varir við annað en að mikill áhugi sé fyrir þessari afurð. Hins vegar þarf að vinna þannig að markaðsmálum að við fáum hátt verð fyrir eldislúðu eins lengi og hægt er. Sem stendur er verð á henni hátt, þrisvar til fjórum sinnum hærra en á eldislaxi." Þorskeldi áhugavert En víkur nú sögunni að öðru fiskeldi. Eldi á þorski er Ólafi ofarlega í huga, enda er mikið um það rætt og ritað um þessar mundir. Nýlega birtu nemar í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri skýrslu þar sem fram kemur að miðað við óbreyttar aðstæður sé þorskeldi hér á landi ekki arðbær at- vinnugrein. Á sama tíma eru ýmsar þær þjóðir sem fremstar standa í fiskeldi í heiminum og skulu Norð- menn þar fyrstir nefndir til sögunnar, að undirbúa þorskeldi í miklum mæli. Ólafur Halldórsson telur ótækt að Islendingar horfi á þessa þróun úti í heimi og sitji með hendur í skauti. Og hann lítur svo á að sú þekking sem til hefur orðið í Fiskeldi Eyjafjarðar við framleiðslu lúðuseiða geti nýst við rannsóknir og undirbúning að þorskeldi hér á landi. „Eg er sann- færður um að aðferðir okkar við framleiðslu á lúðu- seiðum geta einnig nýst mjög vel í þorskeldi. Þorsk- ur er á flestan hátt einfaldari fiskur í eldi en lúða.“ Ólafur hefur fylgst vel með umræðunni um þorskeldi í Noregi. „Þar gerast hiutirnir mjög hratt þessa dag- ana í uppbyggingu þorskeldis. Mörg af stærstu fisk- eldisfyrirtækjum Noregs eru að setja verulega fjár- muni í klakstöðvar og rannsóknar- og þróunarstarf. Ég er viss um að á næstu fimm árum verða byggðar þónokkuð margar seiðaframleiðslustöðvar til fram- leiðslu þorskseiða. Og ég tel nær öruggt að eftir fimm ár mun þorskeldi vaxa mjög hratt í Noregi. Þar verð- ur þorskurinn alinn upp í kvíum rétt eins og laxinn, enda er framleiðslukostnaður í kvíaeldi sífellt að lækka. Ef tekið er mið af árangri Norðmanna í laxeldi má búast við að þorskeldi nái góðri fótfestu þar í landi og verði Norðmönnum mikilvæg útflutnings- grein innan fárra ára. Og í öðrum löndum er ýmislegt að gerast í þessum efnum. Sem dæmi er mikill áhugi fyrir eldi á ýsu í Kanada og þar hefur nú þegar verið unnið gott starf í framleiðslu ýsuseiða. Sömuleiðis er vitað að á Bretlandseyjum er stórfyrirtækið Marks og Spencer aðili að þorskeldisfyrirtæki." Rannsókna- og þróunarstarf er lykilatriði „Eg tel nauðsynlegt að Islendingar fari í alvöru að huga að þorskeldi. Við verðum að reyna að lesa fram- tíðina og átta okkur á því hvaða áhrif aukið þorskeldi í nágrannalöndunum muni hafa á okkar stöðu á mörkuðum. Þegar við fórum af stað með Fiskeldi Eyjafjarðar árið 1987 voru einungis liðin tvö ár frá því að fyrstu lúðuseiðin í heiminum voru framleidd, en það var í Bergen í Noregi. Við stofnun Fiskeldis Eyjafjarðar þótti mörgum að í mikið væri ráðist að leggja í þessa tilraunastarfsemi, en þá sagði ég að okkar markmið væri að verða með þeim fyrstu að framleiða lúðuseiði í umtalsverðu magni í eldisstöð og markaðssetja eldislúðu og þrettán árum síðar hef- 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.