Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 15

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 15
FRÉTTIR Formannaráðstefna FFSÍ: Tilraunir til að leysa deilur um fiskverð hafa mistekist Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands var haldinn í Keflavík undir lok nóvembermán- aðar og voru kjaramál fiskimanna meðal stærstu um- fjöllunarefna þingsins. í ályktun um það éfni er vísað á bug að lítill samningsvilji hafi verið meðal sjó- manna í samningum við útvegsmenn enda megi benda á fjöldamarga samn- ingafundi útvegsmanna og FFSI á því 9 mánaða tímabili sem samningar hafi ver- ið lausir. Fundirnir hafi hins vegar verið árangurslausir með öllu þar sem útvegs- menn hafi hafnað nær öllum kröfum. „I kjaradeilunni milli sjómanna og út- vegsmanna er mest tekist á um verð- myndun á sjávarafla. Það ætti öllum að vera ljóst, vegna hlutaskiptakerfis í sjáv- arútvegi, að fiskverð hefur sama gildi fyr- ir sjómenn á fiskiskipum og kauptaxtar - segir m.a. i ályktun fundarins fyrir aðra launþega. Þessi sérstaka deila hefur nú staðið nær linnulaust í heilan áratug, eftir að fiskverð var gefið frjálst að nafninu til, en á sama tíma hefur framsal veiðiheimilda verið nær hömlulaust. Þetta frelsi virðist einungis ná til útveg- manna þar sem margir þeirra skáka í því skjóli að geta ákveðið fiskverð einhliða. Slíkt fyrirkomulag að sjómenn þurfa sí- fellt að standa í samningum um fiskverð, þegar fiskur er seldur beint til fiskvinnslu er með öllu óviðunandi. Þau úrræði sem notuð hafa verið, eins og samningarnefnd og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna, til að leysa deilur um fiskverð hafa mistekist. Og er nú svo komið að sjórnskipaðir oddamenn úrskurðarnefnd- ar túlka með ólíkum hætti mikilvæg ákvæði hlutaðeigandi laga sem fara ber eftir. Þetta hefur leitt til þess að úrskurð- arnefndin er nánast orðin óstarfhæf," seg- ir í kjaramálaályktuninni og bent er á leiðir til að leysa tvö vandamál vegna fiskverðsdeilunnar. „I fyrsta lagi þarf að leggja niður rfkj- andi fyrirkomulag um beina samninga um fiskverð milli áhafna einstakra fiski- skipa og útvegsmanna þeirra. I öðru lagi þarf að tryggja að fiskverð til vinnslu taki breytingum í takt við breytingar á af- urðaverði og gengi erlendra gjaldmiðla. I því sambandi hafa samtökin einna helst vísað til þeirrar lausnar að allur fiskur verði seldur á uppbosmarkaði og mark- aðstengdu verði," segja farmenn og fiski- menn m.a. í ályktun formannafundarins. Sigllngaskólinn: 1000 nemendur hafa lokið réttindanámi „Við höfum haft um 50 nemendur á þessu ári í réttindanámi til 30 tonna skipstjórnarréttinda og í heild telja nem- endur okkar um 1000 á þeim 16 árum sem skólinn hefur starfað," segir Bene- dikt Alfonsson, skólastjóri og eigandi Siglingaskólans. Benedikt segist kenna bæði á kvöld- námskeiðum og dagnámskeiðum í Sigl- ingaskólanum og reynslan sýnir að þeir sem hafa sjómennsku að aðalstarfi kjósa frekast að sækja skólann á dagtíma. Þannig geta þeir lokið réttindanámi til 30 tonna skipstjórnar á hálfum mánuði. Á kvöldnámskeiðum er kennt tvo daga í viku, fjóra tíma í senn og tekur námskeið um 10 vikur. Kennslan snýst um sigl- ingafræði, siglingareglur, vélfræði, veð- urfræði, skyndihjálp, björgunar- og öryggisfræði, stöðugleika skipa, siglinga- tæki og þannig mætti áfram telja en sá hluti námskeiðanna sem snýr að skyndi- hjálp, björgunar - og öryggisfræðum er í samstarfi við Slysavarnaskóla sjómanna. „Sem stendur er ástandið þannig að það skortir réttindamenn á togskipin og þeir sem ljúka 30 tonna réttindaprófinu eiga möguleika á því við slíkar aðstæður að fá undanþágu til að stjórna minni togskip- unum.Nemendurnir eru annars bæði sjó- menn og fólk sem er að ná sér í réttindi vegna tómstundagamans," segir Bene- dikt. Bendikt Alfonsson og nemendur í Siglingaskólanum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.