Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2000, Page 47

Ægir - 01.12.2000, Page 47
UMHVERFISMÁL (l/kg) en 0,47 1/kg árið 1997. Mest var orkunotkun togaranna á aflaeiningu 0,46 1/kg árið 1992 og 1995. Togarar veiddu 281.560 tonn árið 1990 en 122.580 tonn árið 1997, sem er 56,5% sam- dráttur í afla. Eldsneytisnotkun togaranna var um 107 þúsund rúmmetrar árið 1990 en tæpir 53 þúsund rúmmetrar 1997 og hafði minnkað um 51%. Til samanburðar notuðu smá- bátar 0,15 1/kg, bátar 0,21 1/kg og nótaskip 0,035 1/kg árið 1997. Vinnsluskipin voru samsett úr ýmsum breyttum skipum og bát- um árið 1990. Af 75 skipum það ár voru 35 togarar, rúmlega 20 síldarbátar og um 20 bátar á rækju. Allir nýjustu togararnir eru í þessum flokki. Skipum sem lönduðu frystum afurðum fjölgaði frá árinu 1990 úr 75 í 94 skip árið 1997. Meðalaldur vinnsluskipa úr hópi togara var 15 ár árið 1997. Afli vinnsluskipanna hefúr aukist úr 120 þúsundum tonna árið 1990 í 191 þúsund tonn árið 1997. Aflaverðmæti skipanna hefur aukist enn meira eða úr 10,4 milljörðum 1990 í 20,2 milljarða árið 1997. Olíunotkun á aflaein- ingu jókst allt tímabilið eða úr 0,49 1/kg 1990 í 0,71 1/kg árið 1997. Olíunotkun á aflaeiningu er breytileg milli skipa. Rækju- skipin nota mest, um og yfir 1,0 1/kg og hæst 1,23 1/kg. Þróun úthafsveiðanna byggist nær eingöngu á veiðum vinnslu- skipa. Hrein olíunotkun vegna vinnslu frystiskipanna var 14 þús- und rúmmetrar 1990, en rúmir 22 þúsund rúmmetrar árið 1997. Umrætt tímabil var nokkuð sér- stætt vegna lágs olíuverðs og þess að mörg skip og bátar voru verk- efnalftil og aðlögun að fiskveiði- stjórnarkerfinu hafði vissulega áhrif. Vinnsluskipin standa höllum fæti þegar olíunotkun er skoðuð. Skýringa er m.a. að leita í breyttu úthaldsmunstri og því að skipin eru að afla veiðireynslu og veiði- réttinda á nýjum veiðisvæðum sem ekki hafa verið nýtt áður að neinu ráði. Þessi skip voru því að einhverju leyti í „óheftri sókn“ og í samkeppni um aflaréttindin sem eftir voru. Þegar fiskveiðistjórnun stjórnvalda nær til allra veiði- svæða og allra veiða flotans, er lík- legt að heildarúthald og olíunotk- un minnki hjá vinnsluskipum. Mynd 5 Olíulíkan og raunnotkun ‘99 reiknað, ‘98 áætlað. Rauntölur frá Orkuspárnefnd Dæmi um olíunotkun og sparnað Togskip sem fiskar í ís Nr. Ársafli tonn Eyðsla Rúmmetrar lítrar/kg m3 Olíuverð kr/lítra Olíukostnaður kr 1 4500 0,43 1935 30 58.050.000 2 4500 0,43*0,19/0,28 1313 30 39.391.071 Mismunur 622 í krónum 18.658.929 Pröun orkunotkunar fiskiskipaflotans í febrúarblaði Ægis 1999 var fjallað um nýtni framdrifskerfa. Þar kemur fram að nýtni fram- drifskerfa skipa er breytileg og að einungis 19% þeirrar orku sem fiskiskipin notuðu nýtist til að knýja skipin áfram. Nýtnipró- sentan er byggð á skýrslum Tæknideildar Fiskifélags íslands og gildir fyrir skip sem voru byggð á árunum upp úr 8. og 9. áratugnum. I sömu grein kemur fram að nýting framdrifskerfa get- ur best orðið 33% en með góðu móti hægt að ná nýtninni 28% með vandaðri hönnun og vali á búnaði. (sjá dæmi að ofan) Það er margt sem bendir til þess að enn sé hægt að bæta nýtni framdrifskerfa. I febrúarblaði Ægis 2000 er grein um skrúfu- blaðaskipti á dönsku togskipi. Við það að setja ný skrúfublöð af nýrri gerð á skrúfuhaus skipsins jókst bryggjuspyrna þess um allt Mynd 6 Eyðslustuðlar eftir árgerðum véla

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.