Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2000, Side 27

Ægir - 01.12.2000, Side 27
ÆGISVIÐTALIÐ Framtíðarplön „Vinna okkar öll þessi ár hefur miðað að því að þróa aðferðir til framleiðslu á lúðuseiðum og ná góðum tökum á þeim. Núna teljum við okkur hafa náð því marki og undanfarin þrjú ár höfum við framleitt um það bil helming lúðuseiða í heiminum. I þessu sam- bandi er vert að hafa í huga að um það bil tuttugu og fimm eldis- og rannsóknastöðvar í Kanada, Noregi og Skotlandi koma á einn eða annan hátt að fram- leiðslu lúðuseiða. Sá árangur sem við höfum náð seg- ir mér að þær aðferðir sem við höfum þróað undanfar- in tíu ár eru ábyggilegri en þær leiðir sem aðrir fram- leiðendur hafa farið. A þessu ári höfum við unnið að því að móta stefnu Fiskeldis Eyjafjarðar til næstu ára. Þeirri stefnumótun er ekki lokið, en hún tekur mið af því að við höldum okkar forustuhlutverki. Til þess að það verði unnt er að mínu mati aðeins ein leið fær, að auka framleiðsl- una. Og nú þegar liggja fyrir hugmyndir um að auka framleiðslu lúðuseiða á Hjalteyri úr 400 þúsund á ári, eins og staðan er í dag, í að minnsta kosti 2 milljón- ir seiða innan fimm ára. Til þess að ná þvf þarf að stækka stöðina á Hjalteyri umtalsvert. Og það þarf einnig að stækka eldisstöð okkar í Þorlákshöfn til þess að unnt verði að framleiða eitt þúsund til fimmt- án hundruð tonn af lúðu á ári. Ef við horfum út fyrir landsteinana, þá erum við búnir að hasla okkur völl í Kanada og Noregi og eigum auk þess í viðræðum við aðila á Bretlandseyjum. Með því að auka framleiðsl- una á öllum þessum stöðum og koma okkur upp eld- isstöðvum þar sem aðstæður eru bestar, þá ætti okk- ur að takast að vera áfram í forustuhlutverki í lúðu- eldi.“ Uppbygging í útlöndum Stjórnendur Fiskeldis Eyjafjarðar hafa sett sér það framtíðarmarkmið að vera áfram leiðandi í heiminum í framleiðslu lúðuseiða og matfiskeldi. En til þess að það takist telur Olafur óhjákvæmilegt að Fiskeldi Eyjafjarðar horfi ekki bara á Island. „Það er okkar markmið að langmest af þeim seiðum sem við fram- leiðum fari f eldi hjá fyrirtækjum sem við eigum ráð- andi hlut í. Ástæðan fyrir því að við teljum nauðsyn- legt að hasla okkur völl í fyrirtækjum í útlöndum er ekki síst nálægð við stærstu markaðina. Það er til dæmis ekki sambærilegur flutningskostnaður á lúðu með flugi frá Islandi á Bandaríkjamarkað og landleið- ina frá Nova Scotia í Kanada. Að sama skapi er vitan- lega mun styttra og ódýrara að flytja lúðuna frá Bret- landseyjum á markað á meginlandi Evrópu en alla leið frá Islandi." Ekki öllum spurningum svarað Ólafur upplýsir að framtíðarhugmyndir hans um uppbyggingu Fiskeldis Eyjafjarðar séu í stórum dráttum þær að fyrirtækið eigi ráðandi hlut í eldisfyr- irtækjum á Bretlandseyjum, austurströnd Kanada, hér á Islandi og jafnvel í Noregi. „Markmið félagsins er ekki að selja lúðuseiði öðruvísi en að við getum með einhverjum hætti komið að matfiskeldi líka. En það er hins vegar alveg ljóst að verð á lúðuseiðum er mjög hátt um þessar mundir og því væri freistandi að Sagan í stuttu máli Fiskeldi Eyjafjarðar hf. var stofnað á Hjalteyri við Eyja- fjörð í maí árið 1987. Fljótiega var starfsemi fyrirtækis- ins fundinn staður í hluta gömlu síldarverksmiðjanna á Hjalteyri og þar var byggð upp seiðaeldisstöð. Árið 1990 tókst starfsmönnum Fiskeldis Eyjafjarðar að fram- leiða fyrstu lúðuseiðin og þar með varð fyrirtækið með þeim allra fyrstu til þess að ná þeim áfanga í heiminum. Á liðnum áratug hefur Fiskeldi Eyjafjarðar náð með hverju árinu betri tökum á framleiðslu lúðuseiða og nú er svo komið að á þessu sviði lúðueldis er fyrirtækið í forystuhlutverki í heiminum. Hér á landi er Fiskeldi Eyjafjarðar hf. með starfsemi á fjórum stöðum á landinu. Á Dalvík er klakfiskastöð, þar sem hrygningu þriggja aðskilinna hópa klakfiska er stýrt með ljósi. Á Hjalteyri er seiðaeldisstöð og þar fer fram öll þróunarvinna við framleiðslu lúðuseiða. I Þor- lákshöfn er matfiskeldisstöð Fiskeldis Eyjafjarðar, en þangað eru seiðin flutt frá Hjalteyri 3ja til 5 gramma þung. Þá er ónefnd skrifstofa fyrirtækisins á Akureyri. Tuttugu starfsmenn eru hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hér á landi, þar af eru átta á Dalvík og Hjalteyri, níu í Þor- lákshöfn og þrír á skrifstofu á Akureyri. En einnig hefur Fiskeldi Eyjafjarðar skotið rótum í öðrum löndum; Kanada, Noregi og á Bretlandseyjum. Tíu stærstu hluthafar í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. eru Hafrannsóknastofnun, Samherji hf., Útgerðarfélag Ak- ureyringa hf., Burðarás hf., Ránarborg ehf., Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf., Arnarneshreppur, Akureyrarbær, Gjögur hf. og Landssamband íslenskra útvegsmanna. Stjórnarformaður féiagsins er Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en framkvæmdastjóri þess er Ólafur Halldórsson, fiski- fræðingur á Akureyri.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.