Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 46

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 46
UMHVERFISMÁL Mynd 3 Eldsneytisnotkun fiskiskipa 1996 - 1999 og þróun Þús. ms Mynd 4 eftir veiðarfærum % þorskígildi ■ Annað ■ Nót ■ Net Lína Handfærí ■ Dragnót ■ Botnvarpa Aflahefti Fiskistofu, ágúst 2000 verður markmiðinu náð á árinu 2004 án sérstakra aðgerða. Hátt olíuverð, samfara háu aflaverð- mæti í greininni, flýtir fyrir en slæm ár tefja þessa þróun. Afli eftir veiðarfærum Botnfiskafli hefur verið um og yfir 500 þúsund lestir á fiskveiði- árunum 1995/’96 til 1999/2000. Mestur var hann 513,2 þúsund tonn fiskveiðiárið 1998/99. Uppsjávaraflinn er breytilegur frá tæpum 1200 þúsundum lest- um í tæpar 1600 lestir fiskveiði- árið 1996/97 en það fiskveiðiár var metár og nam heildarafli fiski- skipanna 2185 þúsundum lesta. Botnvarpan er mikilvægasta veiðarfærið miðað við þorskígildi. Hlutfall hennar hefur vaxið úr 38,9% fiskveiðiárið 1995/’96 í 41,0% 1999/2000 og var hæst 42,2% fiskveiðiárið 1998/’99. Afli dragnótabáta er um og yfir 5% í þorskígildum og var hæst fiskveiðiárið 1997/’98, eða 6,4%. Nokkur vöxtur er hjá línubátum sem veiddu 7,6% til 13,3 % mið- að við þorskígildi á þessu tíma- bili. Hlutfall veiða í net eru svip- uð þessi ár, 8-10%, og merkja má lítilsháttar vöxt. Veiðar í nót eru mjög mikil- vægar. Hlutfall þeirra er frá 10 til 18% eftir árum og 13% 1999/00 miðað við þorskígildi. Onnur veiðarfæri eru aðallega flot-, hum- ar- og rækjuvarpa, sem skipta miklu máli. Þessi veiðarfæri voru með 20% aflans í þorskígildum mælt fiskveiðiárið 1996/’97 en 15,6% 1999/2000. Flotvarpan er mikilvæg og með henni var veiddur u.þ.b. helmingur karfa- aflans, nær allur kolmunnaaflinn, 30 þúsund tonn af síld og 140 þúsund tonn af loðnu, eða um 400 þúsund tonn af uppsjávartegund- um fiskveiðiáriðl999/’00. (Sjá mynd 4) Orkunotkun á aflaeiningu Fiskiskipaflotinn er samansafn ólíkra skipa; togara, vinnsluskipa, vélbáta, nótaskipa og smábáta sem öll eru með ólíka orkuþörf. Heildartölur um olíunotkun segja fátt einar sér og sýna einungis vöxt, stöðugleika eða samdrátt í orkunotkun. Með því að tengja olíunotkunina við aflamagn verð- ur útkoman orkunotkun á aflaein- ingu. Sú kennistærð eða lykiltala, hjálpar útgerðar- og rekstrarstjór- um og öðrum aðilum í sjávarút- vegi að meta og velja fýsilegasta kostinn hverju sinni. Olíustuðlar lýsa vel olíunotkun fiskveiðiflot- ans. Þeir sýna þróun olíunotkunar hvers flokks og heildarnotkun flotans. Með því að tengja olíu- notkunina við aflaverðmæti er mögulegt að stýra samsetningu flotans með tilliti til orkunotkun- ar og afla sem er til ráðstöfunar hverju sinni. Þannig má hámarka uppskeruna úr sjónum miðað við eldsneytismagnið sem er til ráð- stöfunar. (sjá mynd 5) Isfisktogararnir eru að mestu gömul skip frá skuttogaravæðing- unni á 8. áratugnum. Á tímabil- inu 1990 til 1997 fækkaði þess- um skipum um 35%. Þau voru 101 árið 1990 en 66 skip á veið- um 1997. Orkunotkun á aflaein- ingu var 0,38 lítrar fyrir hvert veitt kílógramm fisks upp úr sjó

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.